Fara í efni

Efling loðdýraeldis í Skagafirði-átaksverkefni

Málsnúmer 1101134

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 69. fundur - 20.01.2011

Áskell Heiðar kynnti samstarf sveitarfélagsins við Íslandsstofu og landssamband loðdýrabænda um kynningu á Íslandi sem ákjósanlegum kosti til uppbyggingar á minnkarækt. Verkefnið hefur nú staðið í rúmt ár og á þeim tíma hefur Skagafjörður verið kynntur sem ákjósanlegur valkostur til uppbyggingar á minnkarækt bæði fyrir dönskum og hollenskum minnkabændum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011

Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 75. fundur - 22.09.2011

Áskell Heiðar og Sigfús Ingi kynntu framgang verkefnisins, en nú á síðustu vikum hefur sveitarfélagið í samvinnu við Íslandsstofu og Samband íslenskra loðdýrabænda m.a. tekið á móti hópum danskra minkabænda.

Nefndin fagnar því hversu vel verkefnið hefur gengið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.