Fara í efni

Trefja- og plastnám

Málsnúmer 1101135

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 69. fundur - 20.01.2011

Þorkell Þorsteinsson aðstoðarskólameistari FNV kom til fundarins. Rætt um hugmyndir um námskeið og kennslu á sviði trefja og plastvinnslu í Skagafirði.

Sigfúsi falið að vinna áfram að málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011

Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 75. fundur - 22.09.2011

Sigfús Ingi kynnti samstarfsverkefni um nám í plast- og trefjasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þátttakendur í verkefninu finnski skólinn Salpaus Further Education í Lahti, Den Jydske Haandværkerskole í Hadsten í Danmörku og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, auk stoðtækjaframleiðandans Össurar, bátaframleiðandans Siglufjarðar Seigs og Sigurjóns Magnússonar ehf. í Ólafsfirði sem vinnur með plast og trefjaplast í smíði á yfirbyggingum og innréttingum í sjúkra- og slökkvibifreiðar. Þá hefur Sveitarfélagið Skagafjörður stutt dyggilega við bakið á verkefninu með m.a. vinnuframlagi starfsmanns markaðs- og þróunarsviðs. Verkefnið hefur nú fengið styrk frá Leonardo-hluta menntaáætlunar Evrópusambandsins upp á ríflega 35 milljónir króna. Samstarfsfundur áðurnefndra aðila til að fylgja verkefninu úr hlaði verður haldinn hér á landi 3.-5. október nk., en stærsti hluti hans mun fara fram hér í Skagafirði.

Nefndin fagnar því að verkefnið hafi hlotið þennan veglega styrk sem er mikil viðurkenning fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í undirbúning þess.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.