Fara í efni

Uppsögn starfs

Málsnúmer 1102052

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 65. fundur - 24.02.2011

Páll Dagbjartsson, skólastjóri Varmahlíðarskóla, hefur ákveðið að láta af störfum í lok þessa skólaárs eftir tæplega 40 ára farsælt starf sem stjórnandi grunnskóla og íþróttamannvirkja í Varmahlíð. Í framhaldi af því leggur fræðslunefnd til að skipaður verði starfshópur sem fjalli um framtíðarskipulag skólamála og íþróttamannvirkja í Varmahlíð. Starfshópinn skipi formaður fræðslunefndar, fulltrúi Akrahrepps, 2 fulltrúar Varmahlíðarskóla, 1 fulltrúi Leikskólans Birkilundar og 1 fulltrúi Tónlistarskóla Skagafjarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Afgreiðsla 65. fundar fræðslunefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.