Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
1.Sumarlokanir leikskóla 2011
Málsnúmer 1102066Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd leggur til að leikskólar sveitarfélagsins loki vegna sumarleyfa skv. eftirfarandi:
Ársalir 11. júlí - 8. ágúst, Birkilundur 4. júlí - 8. ágúst og Tröllaborg 4. júlí - 8. ágúst.
Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
2.Úttekt á Árskóla
Málsnúmer 1101208Vakta málsnúmer
Skýrsla mennta- og menningarráðuneytisins um úttekt á Árskóla sem ráðuneytið lét vinna skv. 38.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 lögð fram. Í meginatriðum eru niðurstöður skýrslunnar þær að Árskóli sé eitt lærdómssamfélag og í Árskóla fari fram metnaðarfullt og árangursríkt skólastarf þar sem nemendum líði vel og líti á skólann sem öruggan stað í leik og starfi. Á hinn bóginn er bent á að viðkvæmasti þátturinn í starfi Árskóla séu húsnæðismál og að skólinn búi við óviðunandi húsnæðiskost. Í skýrslunni eru settar fram tillögur til úrbóta í 10 liðum sem hvoru tveggja lúta að ytri og innri þáttum. Mikilvægasta úrlausnarefnið fyrir Árskóla, að mati skýrsluhöfunda, eru endurbætur á húsnæði skólans.
Í bréfi raðuneytisins, sem sent er sveitarstjóra , er óskað eftir tímasettri umbótaáætlun fyrir 28. febrúar n.k. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og skólastjóra Árskóla að gera tillögu að tímasettri umbótaáætlun.
3.Písa - niðurstöður
Málsnúmer 1102049Vakta málsnúmer
Niðurstöður Pisa könnunar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð lagðar fram til kynningar. Kynningarfundur á vegum Námsmatsstofnunar, þar sem niðurstöðurnar ásamt niðurstöðum úr samræmdum prófum í grunnskólum sveitarfélagsins verða kynntar, verður haldinn þriðjudaginn 1. mars n.k. í Safnahúsinu kl. 16:00.
4.Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna
Málsnúmer 1101113Vakta málsnúmer
Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna í Skagafirði lagðar fram í samræmi við ákvæði 35. og 36. greina laga um grunnskóla nr. 91/2008.
5.Vinaverkefni - könnun des.2010
Málsnúmer 1101124Vakta málsnúmer
Niðurstöður könnunar á ánægju foreldra með haustsamverustundir sem Vinateymið gekkst fyrir í haust í Árskóla og GaV lagðar fram til kynningar.
6.Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2011
Málsnúmer 1101125Vakta málsnúmer
Tilkynning um nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2011 lögð fram. Skilafrestur umsókna um þátttöku er 15. júní 2011.
7.Niðurstöður Olweusarkönnunar 2010
Málsnúmer 1102095Vakta málsnúmer
Niðurstöður úr árlegri könnun á einelti í grunnskólum Skagafjarðar lagðar fram til kynningar. Fræðslunefndin fagnar því góða starfi sem grunnskólarnir vinna í eineltismálum og hvetur allt skólasamfélagið til stöðugrar árvekni gagnvart einelti.
8.Uppsögn starfs
Málsnúmer 1102052Vakta málsnúmer
Páll Dagbjartsson, skólastjóri Varmahlíðarskóla, hefur ákveðið að láta af störfum í lok þessa skólaárs eftir tæplega 40 ára farsælt starf sem stjórnandi grunnskóla og íþróttamannvirkja í Varmahlíð. Í framhaldi af því leggur fræðslunefnd til að skipaður verði starfshópur sem fjalli um framtíðarskipulag skólamála og íþróttamannvirkja í Varmahlíð. Starfshópinn skipi formaður fræðslunefndar, fulltrúi Akrahrepps, 2 fulltrúar Varmahlíðarskóla, 1 fulltrúi Leikskólans Birkilundar og 1 fulltrúi Tónlistarskóla Skagafjarðar.
9.Foreldrahandbók fyrir grunnskóla
Málsnúmer 1101111Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar Handbók foreldrafélaga grunnskóla, sem samtökin Heimili og skóli gaf út á síðasta ári. Fræðslunefnd hvetur foreldra grunnskólabarna til að kynna sér efni handbókarinnar en hana má finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is og á vef mennta- og menningaráðuneytisins, www.stjr.is
10.Námskeið fyrir skólanefndir
Málsnúmer 1102048Vakta málsnúmer
Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til námskeiðs fyrir skólanefndir á Sauðárkróki mánudaginn 11. apríl n.k. kl. 13:00 - 17:30. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á hlutverki sínu sem fulltrúi í skólanefnd, þeim verkefnum og skyldum sem tilheyra ábyrgðarsviði. Þátttakendur eru kjörnir fulltrúar, starfsmenn skólaþjónustu sveitarfélaga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fræðslunefnd hvetur fulltrúa í fræðslunefnd til að taka þátt í námskeiðinu. Dagskrá verður kynnt nánar síðar.
Fundi slitið - kl. 15:30.