Fara í efni

Þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 1102092

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 546. fundur - 17.02.2011

Sveitarstjóri kynnti drög að þriggja ára áætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árin 2012-2014 og lagði fram til umræðu.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni eins og hún er lögð fram, til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til 9. liðar á dagskrá fundarins, fyrri umræðu um þriggja ára áætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2012-2014. Samþykkt samhljóða. Afgreiðsla 546. fundar byggðaráðs staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Margeir Friðriksson fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra, skýrði þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2012-2014 Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Margeir Friðriksson. Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 549. fundur - 17.03.2011

Lögð fram til síðari umræðu, drög að þriggja ára áætlun 2012-2014 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessa liðar til 8. liðar á dagskrá fundarins, þriggja ára áætlun 2012-2014, samþykkt samhljóða. Afgreiðsla 549. fundar byggðaráðs staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir þriggja ára áætlun 2012-2014.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins."Framlögð þriggja ára áætlun er eingöngu unnin af fulltrúum Framsóknar og VG í meirihluta sveitarstjórnar og því alfarið á þeirra ábyrgð. Við munum því sitja hjá við afgreiðslu hennar."

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og Þorsteinn Tómas Broddason fulltrúi Samfylkingar, tóku til máls og óskuðu bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri, kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram eftirfarandi bókun:

Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir áframhaldandi bættum rekstri sveitarfélagsins og að staðinn verði vörður um þá góðu þjónustu sem veitt er í Skagafirði.

Áætlunin er gerð við þröngar aðstæður í íslensku samfélagi, auk þess sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið að þola meiri niðurskurð af hálfu stjórnvalda en flest önnur byggðalög landsins. Þá hafa framlög til Sveitarfélagsins Skagafjarðar úr Jöfnunarsjóði dregist mikið saman á milli ára. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir áframhaldandi viðsnúningi í rekstri, samhliða markvissri uppbyggingu á innviðum sveitarfélagsins.

Þá tók til máls Þórdís Friðbjörnsdóttir

Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2012-2014, borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.