Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Þriggja ára áætlun 2012-2014
Málsnúmer 1102092Vakta málsnúmer
2.Beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2011
Málsnúmer 1102083Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Bandalagi íslenskra skáta, þar sem það óskar eftir styrk til að halda Góðverkadagana 2011, 21.-25. febrúar um land allt.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.
3.Líðan, heilsa og vinnutengd viðhorf - niðurstöður
Málsnúmer 1102070Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður úr viðhorfskönnun fyrir Skagafjörð vegna rannsóknarinnar Heilsa og líðan starfsfólks sveitarfélaga sem unnin var af Hjördísi Sigursteinsdóttur og gefin út í desember 2010.
4.Ársreikningur 2010
Málsnúmer 1102046Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir árið 2010 vegna reksturs Dvalarheimilis aldraðra á Sauðá (Hásæti 5a-c), Sauðárkróki.
Fundi slitið - kl. 09:42.
Sveitarstjóri kynnti drög að þriggja ára áætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árin 2012-2014 og lagði fram til umræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni eins og hún er lögð fram, til fyrri umræðu í sveitarstjórn.