Kynningarbréf með bæklingi um Skólavog
Málsnúmer 1102099
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011
Afgreiðsla 547. fundar byggðaráðs staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 71. fundur - 14.09.2011
Formaður og fræðslustjóri sögðu frá kynningarfundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir um Skólavogina. Skólavogin er matstæki sem nota má til að meta tengsl fjárútláta, árangurs og gæða í skólastarfi. Kerfið er hannað í Kommuneforlaget sem er undirstofnun norska sveitarfélagasambandsins. Norsk yfirvöld hafa nú skyldað alla grunnskóla til að taka mælitæki þetta í notkun. Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til íslenskra sveitarfélaga að kanna áhuga á að taka upp þetta mælitæki svo auðvelda megi allan samanburð á milli skóla og sveitarfélaga. Ákvörðun sveitarfélaganna þarf að liggja fyrir þann 15. desember n.k.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011
Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram kynningarbréf ásamt bæklingi, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Skólavogina, sem er tilraunaverkefni í samstarfi við valin sveitarfélög frá árinu 2007. Með Skólavoginni er unnt að bera saman lykiltölur um skólahald samræmt á milli skóla og/eða sveitarfélaga.