Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
1.Aðalnámskrá leikskóla 2011
Málsnúmer 1109078Vakta málsnúmer
2.Leikskólar-gjaldskrár-reglur
Málsnúmer 1109083Vakta málsnúmer
Skýrsla sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið um innritunarreglur og gjaldskrár leikskóla lögð fram til kynningar.
3.Aðalnámskrá grunnskóla 2011
Málsnúmer 1109079Vakta málsnúmer
4.Skólavogin
Málsnúmer 1102099Vakta málsnúmer
Formaður og fræðslustjóri sögðu frá kynningarfundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir um Skólavogina. Skólavogin er matstæki sem nota má til að meta tengsl fjárútláta, árangurs og gæða í skólastarfi. Kerfið er hannað í Kommuneforlaget sem er undirstofnun norska sveitarfélagasambandsins. Norsk yfirvöld hafa nú skyldað alla grunnskóla til að taka mælitæki þetta í notkun. Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til íslenskra sveitarfélaga að kanna áhuga á að taka upp þetta mælitæki svo auðvelda megi allan samanburð á milli skóla og sveitarfélaga. Ákvörðun sveitarfélaganna þarf að liggja fyrir þann 15. desember n.k.
5.Olweus - skólaárið 2011-2012
Málsnúmer 1109081Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri kynnti drög að samningi um greiðslu grunnskóla vegna notkunar á hugmyndafræði og matskerfi Olweusaráætlunarinnar. Þar sem ákvörðun þessi barst eftir að skólar voru hafnir og þeir þegar farnir að vinna eftir áætluninni, var ákveðið að samþykkja samningsdrögin fyrir þetta skólaár. Fræðslunefnd beinir því jafnframt til grunnskólanna að skoða möguleika á að hanna eigið skagfirskt kerfi sem miðar að því að koma í veg fyrir einelti í stað Olweusaráætlunarinnar. Í því skyni verði leitað eftir samstarfi við aðra sem vinna að forvörnum, t.d. vinateymið.
6.Samkomulag Varmahlíðarskóla við Barnaverndarstofu
Málsnúmer 1109113Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri kynnti samkomulag Varmahlíðarskóla og Barnaverndarstofu um utanumhald um nám þeirra barna sem dvelja í Háholti.
7.Aðstaða fyrir fatlaða í Varmahlíðaskóla
Málsnúmer 1109120Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri kynnti ósk skólastjóra Varmahlíðarskóla um kaup á sérútbúnu borði fyrir fatlað barn í skólanum. Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að beiðni þessi verði samþykkt. Kostnaður þessi er um það bil 300.000.-
8.Innritun í tónlistarskóla skólaárið 2011-2012
Málsnúmer 1109112Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri og skólastjóri tónlistarskólans kynntu fjölda og aldursskiptingu nemenda í skólanum skólaárið 2011-2012. Alls eru innritaðir í skólann 249 nemendur en skólastjóri upplýsti að enn væri fólk að innritast.
9.Jafnréttisáætlun 2010-2014
Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri kynnti drög að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagaði fyrir árin 2010-2014. Fræðslunefnd
fagnar metnaðarfullri vinnu félags- og tómstundarnefndar við gerð jafnréttisáætlunar og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög. Fræðslunefnd beinir því til stofnana fræðslusviðs að kynna sér áætlunina og bendir sérstaklega á kafla 2 í áætluninni sem fjallar um hlutverk skóla í eflingu fræðslu um jafnréttismál. | |
Fundi slitið - kl. 16:15.
Aðalnámskrá leikskóla 2011 lögð fram til kynningar.