Fara í efni

Fræðasjóður Skagfirðinga

Málsnúmer 1103069

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 52. fundur - 29.03.2011

Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kynnti Fræðasjóð Skagfirðinga sem stofnaður var árið 1961. Taka þarf afstöðu til þess hvernig haga skal umsjón sjóðsins á komandi árum, en samkvæmt skipulagsskrá hans skal hann vera í umsjón stjórnar Héraðsskjalasafns og honum er ætlað að styrkja skagfirskt fræðastarf.

Nefndin felur héraðskjalaverði að vinna tillögur að breytingum á skipulagsskrá sjóðsins sem hafa það að markmiði að færa stjórn hans í hendur Sögufélags Skagfirðinga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 52. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 55. fundur - 01.11.2011

Lagðir fram til samþykktar ársreikningar Fræðasjóðs Skagfirðinga. Sigríður vék af fundi undir umræðum um þetta mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 55. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum