Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

52. fundur 29. mars 2011 kl. 13:00 - 16:01 í Miðgarði
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Eybjörg Guðný Guðnadóttir áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011

Málsnúmer 1103036Vakta málsnúmer

Sigurpáll Aðalsteinsson fulltrúi rekstraraðila kom til fundarins og ræddi stöðu mála varðandi rekstur hússins. Ákveðið að halda fund með öðrum eigendum hússins í haust til að ræða framtíð rekstrarins.

2.Félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi stöðu á rekstri félagsheimilisins í Hegranesi. Ákveðið að ræða málið betur á næsta fundi.

3.Málefni Ketilás

Málsnúmer 1011071Vakta málsnúmer

Áskell Heiðar sviðsstjóri lagði fram drög að samningi við Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur um að hún taki við rekstri félagsheimilisins Ketiláss.

Nefndin samþykkir samninginn.

4.Tónlistarhátíðin Gæran 2011

Málsnúmer 1103070Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá forsvarsfólki tónlistarhátíðarinnar Gærunnar sem fram mun fara í ágúst n.k. Ákveðið að bjóða þeim á næsta fund til að ræða framkvæmd hátíðarinnar.

5.Samstarf við Gestastofu sútarans

Málsnúmer 1103145Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundarins og kynnti samstarf við Gestastofu sútarans á Sauðárkróki um ritun á sögu skinnaverkunar í hagleikssmiðju sem sett verður upp í gestastofunni í sumar.

6.Sýningar í Minjahúsi 2011

Málsnúmer 1103144Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundarins og kynnti fyrirhugaðar sýningar í Minjahúsinu á Sauðárkróki. Efni sýninganna eru tvíþætt. Annars vegar þrír listamenn af Króknum Framúrskarandi fólk. Þau eru: tónskáldið Eyþór Stefánsson (1901-1999), listmálarinn Jóhannes Geir (1927-2003) og skáldkonan Guðrún frá Lundi (1887-1975). Hins vegar sýning þar sem hægt verður að sjá merkisgripi og valda gripi úr safninu, nýkomna eða nýlega rannsakaða. Stefnt er að opnun sýninganna 10. júní n.k.

7.Samningur um skönnun og skráningu ljósmynda

Málsnúmer 1103068Vakta málsnúmer

Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kom til fundarins og kynnti samning um samstarf við Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Austfirðinga um skönnun og skráningu ljósmynda.

Unnið er að skráningu ljósmynda á vegum skjalasafnsins, Söguseturs íslenska hestsins og sveitarfélagsins og stefnt að opnun ljósmyndabanka í haust.

Nefndin samþykkir samninginn.

8.Fræðasjóður Skagfirðinga

Málsnúmer 1103069Vakta málsnúmer

Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kynnti Fræðasjóð Skagfirðinga sem stofnaður var árið 1961. Taka þarf afstöðu til þess hvernig haga skal umsjón sjóðsins á komandi árum, en samkvæmt skipulagsskrá hans skal hann vera í umsjón stjórnar Héraðsskjalasafns og honum er ætlað að styrkja skagfirskt fræðastarf.

Nefndin felur héraðskjalaverði að vinna tillögur að breytingum á skipulagsskrá sjóðsins sem hafa það að markmiði að færa stjórn hans í hendur Sögufélags Skagfirðinga.

9.Fundur með nefnd á vegum Þjóðskjalasafns Íslands

Málsnúmer 1103173Vakta málsnúmer

Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kynnti fyrirhugaðan fund með fulltrúum frá Þjóðskjalasafni Íslands, þriðjudaginn 5. apríl, þar sem óskað er eftir því að nefndarfulltrúar mæti.

10.Sæluvika 2011

Málsnúmer 1008059Vakta málsnúmer

Áskell Heiðar sviðsstjóri kynnti drög að dagskrá Sæluvikunnar sem hefst 1. maí n.k. Mikill fjöldi spennandi viðburða verður í boði í þessari Sæluviku, líkt og verið hefur undanfarin ár. Meðal viðburða verða leiksýningar, ljósmyndasýningar, tónlistarveislur, dægurlagakeppni, kóramót, myndlistasýningar, kvikmyndasýningar, óperusýning og dansleikir.

11.Farskóli íslenskra safnamanna í Skagafirði 2011

Málsnúmer 1103174Vakta málsnúmer

FÍSOS - Félag íslenskra safna og safnmanna óskaði eftir því sl. haust að Byggðasafn Skagfirðinga yrði gestgjafi Farskólans á þessu ári. Undirbúningur er hafinn. Umfjöllunarefni farskólans að þessu sinni verður Söfn í samstarfi. Áætlað er að Farskólinn fari fram í Miðgarði 5.-7. október n.k.

Fundi slitið - kl. 16:01.