Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

55. fundur 01. nóvember 2011 kl. 16:00 - 17:30 Félagsheimilið í Hegranesi
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Pálmi Sigurður Sighvats varam.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer

Til fundarins komu Sævar Einarsson og Ingibjörg Jóhannesdóttir úr hússtjórn Félagsheimilisins í Hegranesi til viðræðna um framtíðarfyrirkomulag á rekstri hússins. Nýting á húsinu hefur verið lítil undanfarin ár en ástand hússins er hinsvegar nokkuð gott. Sævar hefur verið húsvörður félagsheimilisins um áratuga skeið, að mestu launalaust og hann óskar nú eftir því að láta af störfum.

Nefndin ákveður að auglýsa eftir rekstaraðila fyrir húsið með sama hætti og gert hefur verið í Ketilási, Skagaseli og víðar. Áskell Heiðar annast auglýsinguna.

2.Rekstur félagsheimilisins Ljósheima

Málsnúmer 1110134Vakta málsnúmer

Rætt um samning um rekstur félagsheimilisin Ljósheima sem rennur út um næstu áramót. Ákveðið að kalla eftir upplýsingum um rekstur hússins frá rekstraraðila og boða hana einnig á næsta fund nefndarinnar.

3.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs árið 2011

Málsnúmer 1103036Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi rekstur Menningarhússins Miðgarðs, en haldinn var fundur hjá eignaraðilum hússins fyrir skömmu. Eigendur eru sammála um að auglýsa að nýju eftir rekstraraðila fyrir húsið með sömu forsendum og gert var árið 2009. Auglýst verður á landsvísu og í heimamiðlum. Áskell Heiðar annast auglýsinguna.

4.Fræðasjóður Skagfirðinga

Málsnúmer 1103069Vakta málsnúmer

Lagðir fram til samþykktar ársreikningar Fræðasjóðs Skagfirðinga. Sigríður vék af fundi undir umræðum um þetta mál.

5.Viðhald Safnahúss Skagfirðinga

Málsnúmer 1009041Vakta málsnúmer

Rætt um hugmyndir um endurbætur á Safnahúsinu sem meðal annars fela í sér að Héraðsbókasafnið verði flutt á jarðhæð til að bæta aðgengi að því. Málið er nú í höndum eignasjóðs.

Fundi slitið - kl. 17:30.