Sýningar í Minjahúsi 2011
Málsnúmer 1103144
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011
Afgreiðsla 52. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 53. fundur - 20.06.2011
Nefndin fagnar uppsetningu nýrrar sýningar, Gersemar og gleðigjafar, í Minjahúsinu á Sauðárkróki og óskar starfsfólki Byggðasafnsins til hamingju með hana. Ennfremur hvetur nefndin alla til að fjölmenna á sýninguna, þar sem fræðast má um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi (1887-1975), tónskáldið Eyþór Stefánsson (1901-1999) og listmálarann Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003). Auk þess má þar sjá frægan ísbjörn og gömlu skagfirsku verkstæðin.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011
Afgreiðsla 53. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundarins og kynnti fyrirhugaðar sýningar í Minjahúsinu á Sauðárkróki. Efni sýninganna eru tvíþætt. Annars vegar þrír listamenn af Króknum Framúrskarandi fólk. Þau eru: tónskáldið Eyþór Stefánsson (1901-1999), listmálarinn Jóhannes Geir (1927-2003) og skáldkonan Guðrún frá Lundi (1887-1975). Hins vegar sýning þar sem hægt verður að sjá merkisgripi og valda gripi úr safninu, nýkomna eða nýlega rannsakaða. Stefnt er að opnun sýninganna 10. júní n.k.