Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

53. fundur 20. júní 2011 kl. 10:00 - 11:34 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Eybjörg Guðný Guðnadóttir áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Samningur til styrktar útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 1105144Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi um útgáfu á Byggðasögu Skagafjarðar. Samningur þessi er gerður í framhaldi af eftirtöldum samningum: A)Stofnsamningi, sem undirritaður var 9. janúar 1995. B)Styrktarsamningi til fjögurra ára, sem undirritaður var 27. júní 2007 og rann út 31. janúar 2010. Að samningi þessum standa eftirtaldir aðilar: Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Sögufélag Skagfirðinga og Leiðbeiningamiðstöðin ehf.

Samningur þessi er til 4 ára og gildir frá og með 1. janúar 2011

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi.

2.Tónlistarhátíðin Gæran 2011

Málsnúmer 1103070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarhátíðinni Gærunni þar sem óskað er eftir aðstoð við kynningarmál og framkvæmd hátíðarinnar. Áður tekið fyrir 29. mars sl.

Nefndin samþykkir að styðja við hátíðina með framlagi til kynningarmála, allt að kr. 200.000, auk þess sem starfsfólk Markaðs- og þróunarsviðs mun aðstoða við undirbúning eftir föngum.

3.Samstarf við Gestastofu sútarans

Málsnúmer 1103145Vakta málsnúmer

Nefndin óskar aðstandendum Gestastofu sútarans til hamingju með nýopnaða hagleikssmiðju sína þar sem m.a. er fjallað um sögu sútunar á Íslandi.

4.Sýningar í Minjahúsi 2011

Málsnúmer 1103144Vakta málsnúmer

Nefndin fagnar uppsetningu nýrrar sýningar, Gersemar og gleðigjafar, í Minjahúsinu á Sauðárkróki og óskar starfsfólki Byggðasafnsins til hamingju með hana. Ennfremur hvetur nefndin alla til að fjölmenna á sýninguna, þar sem fræðast má um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi (1887-1975), tónskáldið Eyþór Stefánsson (1901-1999) og list­málarann Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003). Auk þess má þar sjá frægan ísbjörn og gömlu skagfirsku verkstæðin.

5.Viðburðadagskrá sumarið 2011

Málsnúmer 1106065Vakta málsnúmer

Guðrún Brynleifsdóttir kynnti viðburðadagatal Skagafjarðar sumarsins 2011 sem komið er inn á www.visitskagafjordur.is.
Nefndin þakkar Guðrúnu fyrir góða samantekt og lýsir ánægju sinni með það hversu fjölbreytt flóra viðburða er í boði í Skagafirði í sumar.

6.Ríkisframlög til safnastarfs

Málsnúmer 1104142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Safnaráði til fjárlaganefndar Alþingis, frá 6. apríl 2011 varðandi ríkisfjárveitingar til safnastarfs.

7.Jafnréttisáætlun 2010-2014

Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer

Kynnt voru drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010-2014. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að jafnréttisáætlun.

Fundi slitið - kl. 11:34.