Borgarland - gatnaframkvæmdir 2011
Málsnúmer 1105125
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 279. fundur - 24.05.2011
Afgreiðsla 67. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 279. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 70. fundur - 17.10.2011
Jón Örn gerði grein fyrir framkvæmdum við Borgarland, verk sem boðið var út í vor og átti að vera lokið í lok ágúst, verktíminn hefur verið framlengdur.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Afgreiðsla 70. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Mánudaginn 16. maí 2011 kl 13:30 voru opnuð tilboð í verkið ?Borgarteigur og Borgarland gatnagerð 2011? samkvæmt samnefndum útboðsgögnum dagsettum 24. apríl 2011. Tilboðin voru opnuð á skrifstofu Tæknideildar Skagafjarðar Ráðhúsinu. Tilboðin og kostnaðaráætlun voru svo hljóðandi:
Fjörður. 41.330.375. kr. 98.5% af kostnaðaráætlun,
Króksverk og Norðurtak 39.421.300. kr. 94.0% af kostnaðaráætlun.
Steypustöð Skagafjarðar. 35.434.100. kr. 84.5% af kostnaðaráætlun.
Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar. 39.297.250. kr. 93.7% af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun Stoðar. 41.940.350. kr. Samþykkt að ganga til samninga við Steypustöð Skagafjarðar á grundvelli tilboðs þeirra.