Fara í efni

Sauðárkrókur - Sláttur opinna svæðað 2011

Málsnúmer 1105127

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 67. fundur - 18.05.2011

Rætt um slátt á opnum svæðum á Sauðárkróki. Samþykkt var að semja við Golfklúbb Sauðárkróks um slátt á um 70-80 hektara svæði. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar þarf að gera ráð fyrir auknum kostnaði við þennan verklið, sem ræðst af aukinni slátturtíðni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 279. fundur - 24.05.2011

Afgreiðsla 67. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 279. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 70. fundur - 17.10.2011

Í samræmi við bókun Umhverfis- og samgöngunefndar 18.maí sl var samið við Golfklúbb Sauðárkróks um slátt á opnum svæðum á Sauðárkróki samtals um 7,7 hektara svæði. Þá var jafnframt bókað að gera þyrfti ráð fyrir kostnaði við slátt opinna svæða vegna aukinnar sláttutíðni. Nauðsynlegt fjármagn í þennan verklið er kr.5.800.000.- Farið var yfir hvernig til hafi tekist með þennan verklið og samstarf við Golfklúbbinn. Ánægja er með samstarf við Golfklúbbinn. Skoða þarf hvernig þessu fyrirkomulagi verður háttað á næsta ári.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 70. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.