Fara í efni

Verðlaun Heimilis og skóla

Málsnúmer 1105221

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 555. fundur - 26.05.2011

Þrjú verkefni úr Skagafirði hlutu tilnefningar til Foreldraverðlauna Landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla.

Vinaverkefni í Skagafirði, sem er samstarfsverkefni grunn-, leik- og framhaldsskóla, íþróttahreyfingarinnar, frístundadeildar, og foreldra. Gaman saman, verkefni Leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla og Yndislestur verkefni Leikskólans Tröllaborgar og Grunnskólans austan vatna. Verðlaun hlaut Vinaverkefnið í Skagafirði.

Byggðarráð óskar þátttakendum verkefnanna innilega til hamingju með árangurinn og þakkar þá miklu vinnu sem liggur að baki verkefnanna.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 68. fundur - 03.06.2011

Þrjú verkefni úr Skagafirði hlutu tilnefningar til Foreldraverðlauna Landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla.

Vinaverkefni í Skagafirði, sem er samstarfsverkefni fræðslusviðs, frístundasviðs, leik-. grunn- og framhaldsskóla, íþróttahreyingarinnar og foreldra. Gaman saman verkefni Leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla og Yndislestur verkefni Leikskólans Tröllaborgar og Grunnskólans austan vatna. Verðlaun hlaut Vinaverkefnið í Skagafirði.

Fræðslunefnd tekur undir bókun byggðarráðs frá 26. maí s.l. og óskar þátttakendum verkefnanna innilega til hamingju með árangurinn og þakkar þá miklu vinnu sem liggur að baki verkefnanna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Afgreiðsla 555. fundar byggðaráðs staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Afgreiðsla 68. fundar fræðslunefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 27.09.2011

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Vinaverkefnið sem er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístundasviðs, íþróttahreyfingar og foreldra í Skagafirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2011.

Nefndin fagnar þessari viðurkenningu og óskar aðstandendum þess til hamingju.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 177. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.