Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Sameiginleg barnaverndarnefnd
Málsnúmer 1106072Vakta málsnúmer
2.Dagskrá 19. ársþings SSNV
Málsnúmer 1108190Vakta málsnúmer
Lögð fram dagskrá 19. ársþings SSNV sem verður haldið í Reykjaskóla í Hrútafirði 26.-27. ágúst 2011, ásamt gögnum vegna hópavinnu.
3.Efling sveitarstjórnarstigsins
Málsnúmer 1108174Vakta málsnúmer
Lagður fram gátlisti og umræðuskjal nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Skjalið er ætlað sveitarstjórnarfólki til stuðnings við þátttöku í verkefninu sem fer fram í gegnum vefslóð.
4.Húsaleigubætur nemenda
Málsnúmer 1108111Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem vakin er athygli á meinlegri mismunun sem framhaldsskólanemar með lögheimili sveitarfélaginu búa við hvað varðar húsaleigubætur á heimavistum, eftir því við hvaða skóla nám er stundað.
Byggðarráð telur það réttlætismál að allir framhaldsskólanemar í sveitarfélaginu sitji við sama borð varðandi rétt til húsaleigubóta. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og félagsmálastjóra að skoða erindið nánar og skila greinargerð til ráðsins.
5.Leyfi fyrir íslandsmóti í enduro
Málsnúmer 1108194Vakta málsnúmer
Erindi frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar varðandi leyfi fyrir Íslandsmeistaramóti 2011 í Enduro (þolakstri) í samræmi við 3.mgr. 3.gr. reglugerðar nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppni utan vega. Keppnin verður haldin við skíðasvæðið í Tindastóli, í landi Heiðar, 3. september 2011. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin en áréttar að gengið verði eins vel um landið og unnt er og mótshaldarar lagi öll umhverfisspjöll sem kunna að verða af keppninni.
6.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - ótryggt rafmagn
Málsnúmer 1108193Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi könnun á áhuga sveitarfélaga á köldum svæðum á kaupum á ótryggu rafmagni frá Landsvirkjun.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sinna þessu erindi.
7.Umsókn um langtímalán 2011
Málsnúmer 1108004Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga ohf um langtímalán til 13 ára að upphæð 161.000.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Fé til námsgagnakaupa
Málsnúmer 1107055Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar bókun 70. fundar fræðslunefndar vegna styrkja úr námsgagnasjóði til grunnskóla sveitarfélagsins.
"Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutun úr námsgagnasjóði fyrir árið 2011 til grunnskólanna í Skagafirði. Úthlutun úr námsgagnasjóði er grundvölluð á skilagreinum úr viðkomandi skólum. Ráðuneytinu bárust einungis upplýsingar úr tveimur af þremur grunnskólum héraðsins. Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að stjórnendur skóla fylgist vel með fyrirmælum og óskum af hálfu yfirvalda menntamála svo koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi í framtíðinni."
9.Evrópsk lýðræðisvika
Málsnúmer 1108202Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 10:15.
Málið áður á dagskrá 557. fundar byggðarráðs 23. júní 2011 og var bókun fundarins svohljóðandi: "Stjórn SSNV leggur til við aðildarsveitarfélögin að stofnuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélagana. Kosið verði í nefndina á 19. ársþingi SSNV og taki nefndin til starfa 1. janúar 2012. Þá samþykkti stjórn að vísa tillögunni til afgreiðslu 19.ársþings. Félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum lið. Erindið sent til barnavernda- og félagsmálanefndar til umsagnar."
Fyrir liggur eftirfarandi umsögn frá 175. fundi félags- og tómstundanefndar:
"Fyrir liggur tillaga stjórnar SSNV ásamt greinargerð um sameiginlega barnaverndarnefnd á Norðurlandi vestra. Byggðarráð vísaði málinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar. Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar tekur jákvætt í hugmyndina um sameiginlega barnaverndarnefnd en telur að ræða þurfi útfærsluna nánar. Ef farin yrði þessi leið er mikilvægt að fagleg og rekstrarleg markmið séu skýr og tilnefningar í nefndina taki mið af faglegum sjónarmiðum frekar en svæðislegum og pólitískum. Nefndin mælir með að ákvörðun í málinu verði frestað og því vísað til umsagnar félagsmálastjóranna á svæðinu varðandi nánari útfærslu áður en ákvörðun er endanlega tekin."
Umsögn 147. fundar barnaverndarnefndar er svohljóðandi:
"Barnaverndarnefnd Skagafjarðar hefur rætt tillögu stjórnar SSNV um eina sameiginlega barnaverndarnefnd fyrir Norðurland vestra. Nefndin telur ekki tímabært að taka ákvörðun nú um sameiginlega nefnd enda þurfi að undirbúa slíka aðgerð betur en gert er í fyrirliggjandi skýrslu stjórnar SSNV sem fylgdi tillögunni. Nefndin telur fjárhagslegan og faglegan ávinning af sameiningu ekki ljósan. Nefndin telur að málið þurfi frekari meðferð innan aðildarsveitarfélaga SSNV."
Niðurstaða félags- og tómstundanefndar verður kynnt fulltrúum á 19. ársþingi SSNV á morgun.