Fara í efni

Bókun stjórnar SSNV frá 4. október 2011

Málsnúmer 1110050

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 568. fundur - 19.10.2011

Lögð fram til kynningar svohljóðandi bókun stjórnar SSNV frá stjórnarfundi 4. október 2011:

"Stjórn SSNV lýsir yfir andstöðu við áframhaldandi stórfelldan niðurskurð á fjárframlögum til heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra sem kynnt er í frumvarpi til fjárlaga árið 2012. Boðaður niðurskurður mun vafalítið valda fækkun starfa á svæðinu, þá sérstaklega kvennastarfa, sem gengur þvert geng hugmyndum ríkisstjórnar Íslands um kynjaða hagstjórn. Niðurskurðurinn rýrir einnig búsetuskilyrði stórlega og veltir auknum kostnaði yfir á íbúa sem sækja þurfa heilbrigðisþjónustu um langan veg. Loks átelur stjórnin samráðsleysi og þau vinnubrögð sem viðhöfð eru þegar boðuð er grundvallarstefnubreyting á veitingu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þetta er gert án þess að fyrir liggi opinber stefna um veitingu þjónustunnar sem og án þess að fyrir liggi greining á samfélagslegum áhrifum niðurskurðarins sem og áhrifa á önnur kerfi s.s. félagsþjónustu sveitarfélagana. Þessi vinnubrögð ganga þvert gegn loforðum um aukið samráð ríkisins við heimamenn sem unnið að undir merkjum Ísland 20/20."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 568. fundar byggðaráðs staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.