Fara í efni

Skipulagning fuglaskoðunar í Skagafirði

Málsnúmer 1112123

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 77. fundur - 09.12.2011

Lagt fram minnisblað frá starfsmönnum nefndarinnar þar sem lagt er til að nefndin skoði sérstaklega hvernig hægt sé að styðja við bakið á þeirri uppbyggingu á ferðaþjónustu tengdri fuglaskoðun sem nú er unnið að á vettvangi Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Nefndin lýsir áhuga á því að taka þátt í vinnu við verkefnið og samþykkir að óska eftir fundi með Félagi ferðaþjónustunnar og öðrum hlutaðeigandi um málið. Mikilvægt er að hafa gott samstarf við Skipulags- og byggingarnefnd og aðrar nefndir sveitarfélagsins sem málið varðar um þessi mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 77. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 81. fundur - 15.03.2012

Til fundarins komu Rósa Vésteinsdóttir og Tómas Árdal frá óstofnuðum klasa um fuglsskoðun og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs. Rætt var um þá miklu möguleika sem liggja í uppbyggingu á fuglatengdri ferðaþjónustu í Skagafirði og mikilvægi þess að koma þeim möguleikum á framfæri.

Nefndin fagnar því frumkvæði sem hópurinn sýnir og lýsir áhuga á því að starfa með honum að uppbyggingu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012

Afgreiðsla 81. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.