Fara í efni

JEC Composities sýning í París 27.-29. mars.

Málsnúmer 1202152

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 80. fundur - 16.02.2012

Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um þá vinnu sem verið hefur í gangi varðandi koltrefjaiðnað.

Nefndin samþykkir að senda fulltrúa til þátttöku í sýningunni JEC Composities sem fram fer í París í næsta mánuði, að því gefnu að UB Koltrefjar taki þátt í kostnaði við verkefnið. Sviðsstjóra falið að ræða við stjórn UB Koltrefja og ganga frá málinu. Kostnaður við verkefnið færist af lið 13090.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 82. fundur - 23.04.2012

Sigfús Ingi kynnti minnisblað um ferð hans og Áskels Heiðars á sýninguna JEC Composites, sem fjallar um koltrefjaiðnaðinn og fram fór í París í síðasta mánuði. Sveitarfélagið og UB Koltrefjar stóðu straum af kostnaði við ferðina.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.