Atvinnu- og ferðamálanefnd
1.Úthlutun byggðakvóta
Málsnúmer 1112411Vakta málsnúmer
2.JEC Composities sýning í París 27.-29. mars.
Málsnúmer 1202152Vakta málsnúmer
Sigfús Ingi kynnti minnisblað um ferð hans og Áskels Heiðars á sýninguna JEC Composites, sem fjallar um koltrefjaiðnaðinn og fram fór í París í síðasta mánuði. Sveitarfélagið og UB Koltrefjar stóðu straum af kostnaði við ferðina.
3.Atvinnulífsýning í Skagafirði 2012
Málsnúmer 1109259Vakta málsnúmer
Áskell Heiðar sviðsstjóri kynnti skipulag sýningarinnar Skagafjörður - lífsins gæði og gleði, sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um komandi helgi. Þar munu um sjötíu aðilar kynna sína þjónustu og vörur, en eftirspurn eftir sýningarplássi var mikil. Samhliða sýningunni fara fram málstofur um fjölbreytt málefni. Allur undirbúningur sýningarinnar hefur gengið vel og kynning hennar stendur nú sem hæst.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Sigfús Ingi, verkefnastjóri í atvinnumálum kynnti bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar sem ráðuneytið gerir athugasemdir við tillögur sveitarstjórnar um reglur varðandi úthlutun byggðakvóta í Skagafirði. Nefndin samþykkir að rökstyðja enn frekar áður framlagðar tillögur og leggur áherslu á að málinu verði hraðað.