Fara í efni

Þjóðlendumál

Málsnúmer 1203336

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 160. fundur - 26.03.2012

Fjallað um úrskurð Óbyggðanefndar, mál nr. 2 2009 Landbúnaðarnefnd mælir með að þeim hluta úrskurðarins sem féll Sveitarfélaginu í óhag sé áfrýjað til Hæstaréttar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 587. fundur - 29.03.2012

Lagður fram úrskurður óbyggðanefndar í máli 2/2009, frá 10. október 2011, Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar.

Kolbeinsdalur og land Hrauna í Fljótum falla ekki undir kröfu óbyggðanefndar um þjóðlendu. Annað land fellur undir það. Áfrýjunarréttur er fram í maí byrjun. Einnig lögð fram bókun 160. fundar landbúnaðarnefndar.

Byggðarráð samþykkir að úrskurði óbyggðanefndar 2/2009, frá 10. október 2011 um Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar, sem féll sveitarfélaginu í óhag, verði áfrýjað til Héraðsdóms Norðurlands vestra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 587. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 160. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.