Fara í efni

Sorphirða 2012-Umfang og staða

Málsnúmer 1203398

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 590. fundur - 26.04.2012

Að beiðni Sigurjóns Þórðarsonar fór fram umræða um sorpmóttöku og -hirðu í dreifbýlinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:

Kostnaður við sorphirðu í dreifbýli Skagafjarðar hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Tímabært er að gera úttekt á núverandi þjónustu og hvort að breytt fyrirkomulag á sorphirðunni geti ekki leitt til sparnaðar. Sömueiðis að íbúar í dreifbýli greiði í samræmi við það magn sem þeir láta frá sér. Ég hef trú á að hægt verði að ná niður kostnaði og auka sanngirni í greiðslu fyrir veitta þjónustu.

Afgreiðsla 590. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 88. fundur - 27.09.2013

Lögð fram til umsagnar samantekt á kostnaði vegna sorphirðu í sveitarfélaginu árið 2012. Finna þarf leiðir til að sorphirðugjöld standi betur undir kostnaði við sorphirðu. Formanni falið að koma með tillögur um aðgerðir á næstu vikum. Stefnt er á að koma á sameiginlegum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar og Landbúnaðarnefndar sem fyrst.