Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

88. fundur 27. september 2013 kl. 15:00 - 16:25 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson sat 1. og 2. lið fundar.

1.Erindi frá Eimskip vegna strandsiglinga.

Málsnúmer 1309294Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Eimskipafélaginu vegna strandsiglinga. Í erindinu kemur fram að skip það sem nú er notað í strandsiglingar geti ekki athafnað sig í Sauðárkrókshöfn vegna dýpis.
Formanni falið ásamt sviðsstjóra að kanna kostnað Hafnarsjóðs vegna dýpkunnar og að fá fund með Samgöngustofu vegna málsins.

2.Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer

Farið var yfir ýmis mál varðandi smábátahöfnina.
Meiri hreyfing virðist vera á flotbyggjunum heldur en gert var ráð fyrir, sérstaklega á þetta við um stærri bryggjuna, öldubrjótinn. Hreyfingin virðist aðallega vera af völdum undiröldu sem nær inni í höfnina.
Samkvæmt mælingum Siglingastofnunnar frá í vor hefur vasi sem dýpkaður var framan við brimbrjótinn fyllst upp með sandi. Samkvæmt þeim sem til þekkja leiðir þetta til þess að alda leitar frekar inn í höfnina.
Ákveðið var að leita til Samgöngustofu vegna þessa.

3.Skagfirðingabraut 29 - Birgðageymar.

Málsnúmer 1305323Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar teikningar af nýjum birgðatönkum og afgreiðsluplani við afgreiðslustöð Skeljungs við Skagfirðingabraut 29. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir fljótlega.
Nefndin tekur undir athugasemdir Brunavarna Skagafjarðar sem koma fram í umsögn frá 12. september sl.

4.Suðurgata B - jarðvegsskipti, lagnavinna og malbikun.

Málsnúmer 1309295Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar teikning vegna malbikunar á Suðurgötu B.
Útboðsgögn eru klár til afhendingar. Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir í haust og klára framkvæmdina næsta vor með malbikun og yfirborðsfrágangi.

5.Sorphirða 2012-Umfang og staða

Málsnúmer 1203398Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar samantekt á kostnaði vegna sorphirðu í sveitarfélaginu árið 2012. Finna þarf leiðir til að sorphirðugjöld standi betur undir kostnaði við sorphirðu. Formanni falið að koma með tillögur um aðgerðir á næstu vikum. Stefnt er á að koma á sameiginlegum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar og Landbúnaðarnefndar sem fyrst.

6.Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki

Málsnúmer 1306151Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn frá Lögreglunni á Sauðárkróki vegna hugmynda um lækkun á hámarkshraða innanbæjar á Skr.
Umsögnin er jákvæð og telur lögreglan að með þessu sé umferðaröryggi aukið til muna.
Nefndin leggur til að hraðatakmarkanir í Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að Ráðhúsi verði 50km og að hámarkshraði í íbúðargötum verði 35km skv. endurskoðuðum drögum.
Formaður vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Svanhildar Guðmundssdóttur fyrir störf sín í nefndinni og óskar henni góðs gengis á nýjum vetvangi.

Fundi slitið - kl. 16:25.