Óskað eftir athugasemdum
Málsnúmer 1203409
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 591. fundur - 03.05.2012
Málið áður á dagskrá 590. fundi byggðarráðs og afgreiðslu þá frestað.
Lagt fram bréf frá iðnaðarráðuneytinu og tilkynnt er um samþykkt þingsályktunartillögu þann 1. febrúar s.l. þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Nefndin hvetur alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa, til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð til nefndarinnar. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 18. maí 2012.
Byggðarráð fagnar tillögunni vegna þess að víða hentar betur að leggja rafstrengi í jörð en í lofti og ítrekar forræði sveitarfélaganna í skipulagsmálum er varðar val á línuleiðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 234. fundur - 09.05.2012
Lagt fram bréf Iðnaðarráðuneytisins dagsett 23. mars 2012, þar sem vísað er til þingsályktunartillögu frá 1. febrúar 2012 þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð. Nefndin hvetur þá sem hagsmuna eiga að gæta til að kynna sér tillöguna og senda ábendingar og athugasemdir sem varðað geta mótun stefnu um raflínur í jörð.
Lagt fram bréf frá iðnaðarráðuneytinu og tilkynnt er um samþykkt þingsályktunartillögu þann 1. febrúar s.l. þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Nefndin hvetur alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa, til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð til nefndarinnar. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 18. maí 2012.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.