Fara í efni

Drög að samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1208017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 602. fundur - 06.09.2012

Lögð fram drög að samningi á milli umhverfisráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að bjóða Sigríði Magnúsdóttur stjórnarformanni Náttúrustofu Nlv. og Þorsteini Sæmundssyni forstöðumanni til viðræðu um samningsdrögin og rekstur stofunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 602. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 605. fundur - 04.10.2012

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Sigríður Magnúsdóttir formaður stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra, Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og Agnar H. Gunnarsson oddviti Akrahrepps.
Til umræðu voru drög frá ágúst 2012, að samningi umhverfisráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með ráðherra um samningsdrögin og framtíð Náttúrustofunnar. Jafnframt verður lögð vinna í að fara yfir og klára reikningsskil stofnunarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun."Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra Sigurjón Þórðarson, leggur til að lögð verði áhersla á að efla Náttúrustofu Norðurlands vestra og unnið verði skipulega að því að fá fleiri sveitarfélög á Norðurlandi vestra til þess að koma að rekstri stofunnar."
Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 614. fundur - 03.01.2013

Málið áður á dagskrá 605. fundar byggðarráðs. Borist hefur fyrirspurn frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um hvaða málefni byggðarráð ætli sér að ræða við ráðherra. Forsenda þess að hægt sé að koma á slíkum fundi sé sú að byggðarráð sendi ráðuneytinu upplýsingar um helstu atriði sem ráðið hefur hug á að ræða við ráðherra.
Byggðarráð vísar í fyrri bókun sem send var ráðuneytinu og hljóðar svo:
"Til umræðu voru drög frá ágúst 2012, að samningi umhverfisráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með ráðherra um samningsdrögin og framtíð Náttúrustofunnar."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013

Afgreiðsla 614. fundar byggðaráðs staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.