Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

602. fundur 06. september 2012 kl. 09:00 - 11:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Aðalfundur vegna ársins 2011

Málsnúmer 1207109Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að taka þetta mál á dagskrá með afbrigðum.
Lagt fram fundarboð aðalfundar Ferðasmiðjunnar ehf, fimmtudaginn 13. september 2012.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

2.Áskorun um greiðslu skuldabréfs

Málsnúmer 1208201Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar varðandi vanskil skuldabréfs við Eyvindarstaðaheiði ehf. sem var tekið vegna viðbyggingar við Galtarárskála árið 2006.
Byggðararáð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar í samráði með Húnavatnshreppi.

3.Drög að samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1208017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi á milli umhverfisráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að bjóða Sigríði Magnúsdóttur stjórnarformanni Náttúrustofu Nlv. og Þorsteini Sæmundssyni forstöðumanni til viðræðu um samningsdrögin og rekstur stofunnar.

4.Kjörstaðir - þjóðaratkvæðagreiðsla

Málsnúmer 1209025Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um að viðmiðunardagur kjörskrár, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012 sé 29. september nk. og að kjörskrár verði sendar út þann 4. október 2012
Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Steinsstöðum, Varmahlíð, Sauðárkróki, Heilbr.stofnuninni Sauðárkróki, á Skaga, að Hólum, Hofsósi og í Fljótum.

5.Ósk um viðræður við sveitarfélagið

Málsnúmer 1208200Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Karli Jónssyni f.h. Markvert ehf., þar sem hann óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um úthýsingu verkefna tengdum menningu- og viðburðum.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum fyrirtækisins Markvert ehf. á fund til viðræðu.

6.Tilboð í íbúð

Málsnúmer 1208014Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Ingu Jónu Sveinsdóttur í fasteignina Austurgötu 7 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að selja Ingu Jónu Sveinsdóttur fasteignina Austurgötu 7 á Hofsósi samkvæmt fyrirliggjandi kauptilboði.

7.Hagræðingaaðgerðir

Málsnúmer 1207119Vakta málsnúmer

Staða hagræðingaraðgerða rædd og samþykkt að taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi. Upplýst var að búið er að setja skýrslu Haraldar L. Haraldssonar á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er búið að auglýsa kynningarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem Haraldur mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar.

8.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Farið yfir tekjuforsendur fjárhagsáætlunar.

9.Byggingaframkvæmdir við Árskóla

Málsnúmer 1207120Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hönnunarfunda 1 til 8 vegna viðbyggingar við Árskóla. Einnig lögð fram yfirfarin tilboð frá Árkíl ehf og Kaupfélagi Skagfirðinga í fyrsta áfanga viðbyggingar við Árskóla. Tilboð verktaka er 177.672.874 krónur, kostnaðaráætlun verkkaupa er 173.819.826 krónur.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra bókar að hann lýsir yfir furðu að fjármögnunarsamningur Kaupfélags Skagfirðinga skuli ekki enn liggja fyrir í þeim gögnum sem nú eru birt. Umræddur fjármögnunarsamningur sem ekki enn hefur birst, hefur verið kynntur sem ein helsta forsenda fyrir því að farið var í framkvæmdirnar.

Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar óskað bókað:
Fyrir þessum fundi liggja átta fundargerðir vegna hönnunarfunda við viðbyggingu Árskóla ásamt einu skjali sem ber nafnið Árskóli - viðbygging og breytingar - Útboð 1. Fundargerðir hönnunarfunda nr. 1 og 2 og 5 og 6 hafa áður verið birtar, en önnur gögn í þessum pakka eru hér í fyrsta skipti á dagskrá funda byggðarráðs eða sveitarstjórnar.
Í fundargerð hönnunarfundar 8. maí kemur meðal annars fram að verktakar hafi fengið útboðsgögn í hendur og séu að vinna að tilboðsgerð. Strax 6. júní hefur því verið nokkuð ljóst hversu mikið áætlaðar framkvæmdir myndu kosta á þessu ári og því hefði ekki verið vandamál fyrir meirihlutann að fá viðauka samþykktan á þeim sveitarstjórnarfundi sem eftir var fram að sumarfríi.
Upplýsingar um áætlaðan kostnað við þennan "fyrsta áfanga" verksins voru ekki birtar í gögnum fyrir áheyrnarfulltrúa í byggðarráði fyrr en 22. ágúst.

Byggðarráð óskar bókað:
Margvíslegar rangfærslur eru settar fram í ofangreindum bókunum, auk þess sem greinilega gætir talsverðs misskilnings um marga þætti málsins. Tilgangurinn virðist helstur að bregða fæti fyrir þessa þörfu framkvæmd við viðbyggingu Árskóla sem flestir sveitarstjórnarfulltrúar hafa lagt ríka áherslu á að rísi sem fyrst til að bæta úr aðstöðuskorti nemenda og starfsfólks skólans.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Í bókun meirihlutans sem að Sjálfstæðisflokkurinn virðist eig aukaaðild að er verið að dylgja um meintan misskilning og rangfærslur án þess að tilgreina við hvað er átt. Staðreyndin er sú að fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga liggur ekki enn fyrir. Gagnsæ stjórnsýsla og fjármálareglur sveitarfélaga eru þær lýðræðislegu leikreglur sem að sveitarstjórnin þarf að fara eftir.

Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað:
Gagnrýnin er á framkvæmd stjórnsýslunnar en ekki á uppbyggingu skólamannvirkja.

Fundi slitið - kl. 11:40.