Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

614. fundur 03. janúar 2013 kl. 09:00 - 10:32 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar kom nýráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Indriði Einarsson á fundinn. Eftir stutta kynningu og viðræður vék hann af fundi með góðar óskir um farsæld í starfi.

1.Drög að samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1208017Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 605. fundar byggðarráðs. Borist hefur fyrirspurn frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um hvaða málefni byggðarráð ætli sér að ræða við ráðherra. Forsenda þess að hægt sé að koma á slíkum fundi sé sú að byggðarráð sendi ráðuneytinu upplýsingar um helstu atriði sem ráðið hefur hug á að ræða við ráðherra.
Byggðarráð vísar í fyrri bókun sem send var ráðuneytinu og hljóðar svo:
"Til umræðu voru drög frá ágúst 2012, að samningi umhverfisráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með ráðherra um samningsdrögin og framtíð Náttúrustofunnar."

2.Styrkbeiðni frá börnum í Sólgarðsskóla

Málsnúmer 1211233Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá nemendum í Sólgarðaskóla í Fljótum, þar sem þau tilkynna um söfnun þeirra fyrir stökkbretti sem setja á upp í Sólgarðalaug. Óska þau eftir styrk frá sveitarfélaginu til verkefnisins.
Byggðarráð fagnar framtaki nemenda Sólgarðaskóla og tekur jákvætt í erindið, en áður en endanleg ákvörðun um styrkveitingu þá vísar byggðarráð erindinu til tæknisviðs til umsagnar m.t.t. öryggisstaðla og annarra leyfa er nauðsynleg eru.

3.Kirkjutorg (143550) - Umsögn v.rekstarleyfis

Málsnúmer 1212142Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ausiws ehf, um rekstrarleyfi fyrir Gamla Pósthúsið, Kirkjutorgi 5, Sauðárkróki. Gististaður, flokkur II, íbúðir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Varðar samþykktir um stjórn, stjórnsýslu og fundarsköp

Málsnúmer 1212143Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um breytingu Alþingis frá 19. desember 2012, á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, þess efnis að framlengdur er tímafrestur í ákvæði til bráðabirgða IV til 30. júní 2013.
Í ákvæði til bráðabirgða IV sagði að samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélaga skuli halda gildi sínu til 1. janúar 2013. Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að ráðuneytið skuli semja fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórnar og birta í Stjórnartíðindum. Vinnu við gerð fyrirmyndarinnar var ekki lokið fyrr en í nóvember sl. og var hún birt 20. nóvember 2012 með auglýsingu nr. 976/2012. Samkvæmt ákvæðum 18. gr. sveitarstjórnarlaga þurfa samþykktir um stjórn og fundarsköp tvær umræður í sveitarstjórn og var ljóst að sveitarstjórnir munu ekki geta lokið vinnu við gerð nýrra samþykkta né heldur fengið þær staðfestar af ráðuneytinu og birtar í B-deild Stjórnartíðinda fyrir 1. janúar 2013.

5.Áætlunarflug til Sauðárkróks

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson upplýsti stöðu mála varðandi áætlunarflug til Sauðárkróks.

6.Sýslumannsembættið á Sauðárkróki

Málsnúmer 1301008Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson upplýsti stöðu mála varðandi sýslumannsembættið á Sauðárkróki, en Ríkarður Másson sýslumaður mun hætta störfum 31. janúar 2013.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með innanríkisráðherra sem fyrst vegna málsins.

7.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 4. desember 2012.

Fundi slitið - kl. 10:32.