Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

187. fundur 28. ágúst 2012 kl. 09:00 - 10:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri
Dagskrá
Aðalbjörg Hallmundsdóttir yfirfélagsráðgjafi sat á fundinum undir fyrstu tveim liðum dagskrár.
Hanna Þrúður Þórðardóttir og Guðný Axelsdóttir mættu á fundinn eftir afgreiðslu trúnaðarmála.

Áætlað er að fundir hjá nefndinni verði þriðja hvern þriðjudag í vetur og verður næsti fundur þann 18. september.

1.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer

Lögð fram 14 erindi í 10 málum, 11 samþykkt. 3 synjað.
Auk þess samþykkt fundargerð 21. fundar afgreiðslunefndar húsaleigubóta.

2.Könnun á tengslum atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga

Málsnúmer 1208020Vakta málsnúmer

Aðalbjörg Hallmundsdóttir, félagsráðgjafi, gerir grein fyrir könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og greinargerð Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

3.Beiðni um skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála

Málsnúmer 1208003Vakta málsnúmer

Bréf hefur borist frá Jafnréttisstofu þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður er beðið um að afhenda skýrslu um stöðu jafnréttis mála, sbr. 3. mgr. 12 gr. laga um jafna stöðu kvenna og karla. Félagsmálastjóra falið að kalla eftir greinargerðum frá sviðsstjórum og formanni og félagsmálastjóra falið að svara erindinu.

4.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra

Málsnúmer 1207059Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf Velferðarráðuneytisins dags. 4.7.2012, þar sem vakin er athygli á samþykkt Alþingis á framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra, sérstaklega 5 verkefnum sem tilgreind eru á ábyrgðarsviði sveitarfélaganna.

Félags og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til sveitarstjóra og framkvæmdaráðs að skipaðir verði ábyrgðaraðilar úr hópi sviðsstjóra/annarra stjórnenda fyrir hvern málaflokk en þeir eru: 1) Manngert umhverfi 2)Almenningssamgöngur 3) Upplýsingar 4) Félagslíf fatlaðra barna og ungmenna 5) Samfella milli skólastiga.
Málið verður aftur tekið fyrir á fundi Félags og tómstundanefndar í október 2012.

5.Styrkumsókn

Málsnúmer 1206277Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn frá MS-félaginu þar sem farið er fram á styrk að upphæð 50.000 kr vegna leigu og reksturs íbúðar í Reykjavík fyrir MS-sjúklinga af landsbyggðinni. Samþykkt að óska heimildar byggðarráðs fyrir styrk að upphæð kr. 50.000 af gjaldalið 02890, Ýmsir styrkir og framlög.

6.Umsagnarbeiðni SSNV um átta reglur og tvær gjaldskrár

Málsnúmer 1207075Vakta málsnúmer

Skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk skulu sveitarfélög og byggðasamlög setja sér verklagsreglur um afgreiðslu mál sem undir þessa þjónustu falla. Þjónustuhópur SSNV hefur unnig tillögur að átta verklagsreglum og tveimur gjaldskrám. SSNV sendir reglurnar/gjaldskránar til umsagnar félagsmálanefnda/ráða sveitarfélaganna. Félags- og tómstundanefnd samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti.

7.Framkvæmd II. kafla reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 1206103Vakta málsnúmer

Lagt fram svar þjónustuhóps SSNV málefna fatlaðra dags. 16. júlí s.l. til Landsamtakanna Þroskahjálpar vegna fyrirspurnar um framkvæmd þjónustu

8.Fjárhagsáætlun 2013 málefni fatlaðra

Málsnúmer 1208137Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnir verkáætlun við gerð fjárhagsáætlunar fyrir málefni fatlaðra sem þarf að vera lokið um miðja september í tæka tíð fyrir þing SSNV.

9.NPA almennar upplýsingar 2012

Málsnúmer 1208143Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um notendastýrða persónulega aðstoð NPA. Stjórn SSNV hefur samþykkt að byggðasmalagið taki þátt í tilraunaverkefni um NPA og sæki um fjármagn til Jöfnunarsjóðs í þeim tilgangi.

10.Vegna yfirfærslu málefna aldraðra.

Málsnúmer 1208021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fyrirhugaða yfirfærslu málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga.

Formaður mun ásamt félagsmálastjóra undirbúa frekari umræður um málið á vettvangi sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:40.