Fara í efni

Skagaheiði - sýslumörk

Málsnúmer 1211204

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 611. fundur - 29.11.2012

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar. Rædd var vinna vegna skráningar á sýslumörkum á Skagaheiði, en uppi er ágreiningur á hluta merkjalínu.
Ingvari Páli er falið að halda áfram vinnu við að ná samkomulagi um sýslumörkin þannig að þrætusvæðið verði markað með beinni línu sem dregin er vestan við Hraunvatn að Þrívörðuhóli.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 611. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 695. fundur - 07.05.2015

Lagt fram bréf frá Skagabyggð, dagsett 14. mars 2014 varðandi sýslumörk á Skaga og eru gerðar athugasemdir við bókun 611. fundar byggðarráðs frá 29. nóvember 2012. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 783. fundur - 11.05.2017

Frestað mál frá árinu 2015. Farið yfir stöðu mála varðandi sýslumörk á Skagaheiði. Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og tæknisviðs kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins. Lögð fram bréf frá Skagabyggð, dagsett 14. mars 2015 varðandi sýslumörk á Skaga og Sveitarfélaginu Skagaströnd, dagsett 12. febrúar 2014.

Byggðarráð samþykkir að fela Ingvari Páli að þoka málinu áfram í átt að samkomulagi við framangeind sveitarfélög.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 809. fundur - 04.01.2018

Sýslumörk á Skaga. Lagðar fram upplýsingar um að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar.