Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

695. fundur 07. maí 2015 kl. 09:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt að að taka mál nr. 1505047 á dagskrá með afbrigðum.

1.Fundarboð um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglu ESS

Málsnúmer 1505032Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. maí 2015 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir hönd Póst og fjarskiptastofnunar, þar sem boðað er til fundar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES á Hvammstanga þann 11. maí 2015.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið sendi fulltrúa á fundinn.

2.Skagaheiði - sýslumörk

Málsnúmer 1211204Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Skagabyggð, dagsett 14. mars 2014 varðandi sýslumörk á Skaga og eru gerðar athugasemdir við bókun 611. fundar byggðarráðs frá 29. nóvember 2012. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

3.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 686. fundi byggðarráðs þann 5. febrúar 2015. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að una úrskurði Óbyggðanefdar sem kveðinn var upp þann 19.12.2014 um Staðarafrétt og Skálahnjúk, mál númer 1/2013.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1505047Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

5.Rekstrarupplýsingar 2015

Málsnúmer 1504095Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-mars 2015.

6.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun 17. fundar veitunefndar frá 22. apríl 2015 varðandi hitaveituframkvæmdir í Fljótum.

7.Ráðstefna um skólabyggingar 21. maí

Málsnúmer 1505031Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu um skólabyggingar sem verður haldin í Mosfellsbæ þann 21. maí 2015.

Fundi slitið - kl. 11:00.