Fara í efni

Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Samgöngumál

Málsnúmer 1304390

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 624. fundur - 15.05.2013

Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 7.000.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 7.000.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

Afgreiðsla 624. fundar byggðaráðs borin upp til samþykktar á 303. fundi sveitarstjórnar, samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 629. fundur - 27.06.2013

Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 7.700.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 304. fundur - 22.08.2013

Bókun frá 629. fundi byggðarráðs þann 27. júní 2013 lögð fram til staðfestingar á fundi sveitarstjórnar.

"Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 7.700.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku."

Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Samgöngumál, borin undir atkvæði og samþykkt á 304. fundi sveitarstjónar með átta atkvæðum, einn fulltrúi sat hjá.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 635. fundur - 12.09.2013

Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 11.900.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Vek athygli á að verið er að nota útsvarstekjur sveitarfélagsins til að niðurgreiða flug til Sauðárkróks, það sem af er þessu ári er upphæðin um 27 milljónir króna. Flug er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins samkvæmt sveitarstjórnarlögum og spyrja má hvort gæfulegt sé að verja fjármunum sveitarfélagsins á þennan hátt.

Lögð fram svohljóðandi bókun:
Það er undarlegt að sjá bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í ljósi þess að sá viðauki sem hér um ræðir er byggður á samningi sem allir sveitarstjórnarfulltrúar samþykktu. Það eru einkennileg vinnubrögð að samþykkja samning í sveitarstjórn án athugasemda, en koma síðar með athugasemdir sem þessar. Vænti þess að allir sveitarstjórnarfulltrúar sem samþykktu viðkomandi samning hafi gert sér grein fyrir að sú þjónusta sem samningurinn felur í sér væri ekki lögbundin.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 305. fundur - 18.09.2013

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 305. fundur - 18.09.2013

Forseti las upp bókun frá 635. fundi Byggðaráðs. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Viggó Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson tóku til máls.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Vek athygli á að verið er að nota útsvarstekjur sveitarfélagsins til að niðurgreiða flug til Sauðárkróks, það sem af er þessu ári er upphæðin um 27 milljónir króna. Flug er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins samkvæmt sveitarstjórnarlögum og spyrja má hvort gæfulegt sé að verja fjármunum sveitarfélagsins á þennan hátt.

Stefán Vagn Stefánsson, Jón Magnússon, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Bjarni Jónsson, Viggó Jónsson og Sigríður Svavarsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er undarlegt að sjá bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í ljósi þess að sá viðauki sem hér um ræðir er byggður á samningi sem allir sveitarstjórnarfulltrúar samþykktu. Það eru einkennileg vinnubrögð að samþykkja samning í sveitarstjórn án athugasemda, en koma síðar með athugasemdir sem þessar. Vænti þess að allir sveitarstjórnarfulltrúar sem samþykktu viðkomandi samning hafi gert sér grein fyrir að sú þjónusta sem samningurinn felur í sér væri ekki lögbundin.

Forseti bar upp tillögu: Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 11.900.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

Borið undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.