Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 1309139 - Ályktun um Reykjavíkurflugvöll á dagskrá.
1.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1308262Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Villa Nova ehf. þar sem sótt er um styrk til að mæta álagningu fasteignagjalda 2013 á fasteignina Aðalgötu 23, Villa Nova, skv. 2. málsgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2013 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2013 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Samgöngumál
Málsnúmer 1304390Vakta málsnúmer
Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 11.900.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Vek athygli á að verið er að nota útsvarstekjur sveitarfélagsins til að niðurgreiða flug til Sauðárkróks, það sem af er þessu ári er upphæðin um 27 milljónir króna. Flug er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins samkvæmt sveitarstjórnarlögum og spyrja má hvort gæfulegt sé að verja fjármunum sveitarfélagsins á þennan hátt.
Lögð fram svohljóðandi bókun:
Það er undarlegt að sjá bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í ljósi þess að sá viðauki sem hér um ræðir er byggður á samningi sem allir sveitarstjórnarfulltrúar samþykktu. Það eru einkennileg vinnubrögð að samþykkja samning í sveitarstjórn án athugasemda, en koma síðar með athugasemdir sem þessar. Vænti þess að allir sveitarstjórnarfulltrúar sem samþykktu viðkomandi samning hafi gert sér grein fyrir að sú þjónusta sem samningurinn felur í sér væri ekki lögbundin.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 11.900.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Vek athygli á að verið er að nota útsvarstekjur sveitarfélagsins til að niðurgreiða flug til Sauðárkróks, það sem af er þessu ári er upphæðin um 27 milljónir króna. Flug er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins samkvæmt sveitarstjórnarlögum og spyrja má hvort gæfulegt sé að verja fjármunum sveitarfélagsins á þennan hátt.
Lögð fram svohljóðandi bókun:
Það er undarlegt að sjá bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í ljósi þess að sá viðauki sem hér um ræðir er byggður á samningi sem allir sveitarstjórnarfulltrúar samþykktu. Það eru einkennileg vinnubrögð að samþykkja samning í sveitarstjórn án athugasemda, en koma síðar með athugasemdir sem þessar. Vænti þess að allir sveitarstjórnarfulltrúar sem samþykktu viðkomandi samning hafi gert sér grein fyrir að sú þjónusta sem samningurinn felur í sér væri ekki lögbundin.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
3.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga
Málsnúmer 1309096Vakta málsnúmer
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013 verður haldin dagana 3. og 4. október nk. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hóteli við Suðurlandsbraut.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar sem það kjósa sæki ráðstefnuna auk sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar sem það kjósa sæki ráðstefnuna auk sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
4.Sjávarútvegsfundur 2013
Málsnúmer 1309095Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna fyrsta sjávarútvegsfundar samtakanna, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica hóteli við Suðurlandsbraut þann 2. október 2013.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Einsleitt val á ræðumönnum á fyrirhugaðri ráðstefnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á fundi um fækkun starfa í sjávarbyggðum, ýtir vart undir það að umræðan á ráðstefnunni verði frjó og leiði til lausnar á þeim gríðarlega vanda sem kvótakerfið hefur leitt þjóðina í, en kerfið hefur leitt til aflasamdráttar og byggðaröskunar. Sömuleiðis virðist vera sem ætlunin sé að girða fyrir opna og gagnrýna umræðu um framsöguerindin á ráðstefnunni þar sem nokkrir aðilar hafa verið handvaldir til að tjá sig um erindi frummælenda.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Einsleitt val á ræðumönnum á fyrirhugaðri ráðstefnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á fundi um fækkun starfa í sjávarbyggðum, ýtir vart undir það að umræðan á ráðstefnunni verði frjó og leiði til lausnar á þeim gríðarlega vanda sem kvótakerfið hefur leitt þjóðina í, en kerfið hefur leitt til aflasamdráttar og byggðaröskunar. Sömuleiðis virðist vera sem ætlunin sé að girða fyrir opna og gagnrýna umræðu um framsöguerindin á ráðstefnunni þar sem nokkrir aðilar hafa verið handvaldir til að tjá sig um erindi frummælenda.
5.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Málsnúmer 1309094Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, föstudaginn 4. október 2013, kl. 13:00 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli við Suðurlandsbraut.
6.Fulltrúar Sv. Skagafjarðar á 21.ársþing SSNV 18.-19.okt. 2013
Málsnúmer 1309098Vakta málsnúmer
21. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verður haldið á Sauðárkróki 18.-19. október 2013.
Sveitarfélagið Skagafjörður á rétt á 12 fulltrúum samkvæmt lögum samtakanna.
Byggðarráð samþykkir að eftirfarandi sveitarstjórnarfulltrúar verði fulltrúar á þinginu ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs:
Aðalmenn:
Stefán Vagn Stefánsson. Til vara Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Sigríður Magnúsdóttir. Til vara Einar E Einarsson.
Bjarki Tryggvason. Til vara Elinborg Hilmarsdóttir.
Viggó Jónsson. Til vara Ingi Björn Árnason.
Jón Magnússon. Til vara Gísli Sigurðsson.
Sigríður Svavarsdóttir. Til vara Haraldur Þór Jóhannsson.
Hanna Þrúður Þórðardóttir. Til vara Hrefna Gerður Björnsdóttir.
Þorsteinn Tómas Broddason. Til vara Árni Gísli Brynleifsson.
Bjarni Jónsson. Til vara Gísli Árnason.
Úlfar Sveinsson. Til vara Björg Baldursdóttir.
Sveitarfélagið Skagafjörður á rétt á 12 fulltrúum samkvæmt lögum samtakanna.
Byggðarráð samþykkir að eftirfarandi sveitarstjórnarfulltrúar verði fulltrúar á þinginu ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs:
Aðalmenn:
Stefán Vagn Stefánsson. Til vara Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Sigríður Magnúsdóttir. Til vara Einar E Einarsson.
Bjarki Tryggvason. Til vara Elinborg Hilmarsdóttir.
Viggó Jónsson. Til vara Ingi Björn Árnason.
Jón Magnússon. Til vara Gísli Sigurðsson.
Sigríður Svavarsdóttir. Til vara Haraldur Þór Jóhannsson.
Hanna Þrúður Þórðardóttir. Til vara Hrefna Gerður Björnsdóttir.
Þorsteinn Tómas Broddason. Til vara Árni Gísli Brynleifsson.
Bjarni Jónsson. Til vara Gísli Árnason.
Úlfar Sveinsson. Til vara Björg Baldursdóttir.
7.Ályktun um Reykjavíkurflugvöll
Málsnúmer 1309139Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill koma þeirri skoðun sinni á framfæri að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.
Flugvöllur í Vatnsmýrinni gegnir lykilhlutverki í samskiptum landsbyggðar og höfuðborgar sem og fyrir öryggi og sjúkraflug í landinu. Staðsetning flugvallarins hefur ítrekað sannað gildi sitt í þessum efnum og það er spurning hvort ekki þurfi að endurskoða uppbyggingu bráðaþjónustu Landspítalans ef þessi áform ná fram að ganga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða framkomnar hugmyndir um færslu vallarins og gleyma ekki skyldum sínum sem höfuðborg við hinar dreifðu byggðir landsins.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Flugvöllur í Vatnsmýrinni gegnir lykilhlutverki í samskiptum landsbyggðar og höfuðborgar sem og fyrir öryggi og sjúkraflug í landinu. Staðsetning flugvallarins hefur ítrekað sannað gildi sitt í þessum efnum og það er spurning hvort ekki þurfi að endurskoða uppbyggingu bráðaþjónustu Landspítalans ef þessi áform ná fram að ganga.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða framkomnar hugmyndir um færslu vallarins og gleyma ekki skyldum sínum sem höfuðborg við hinar dreifðu byggðir landsins.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
8.Byggingarnefnd Árskóla - 15
Málsnúmer 1309003FVakta málsnúmer
Fundargerð 15. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 635. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerðina.
8.1.Árskóli - staða framkvæmda.
Málsnúmer 1302138Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 15. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 635. fundi byggðarráðs með þrem atkvæðum.
9.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2013
Málsnúmer 1309091Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, þar sem tilkynnt er um að ágóðahlutagreiðsla til Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2013 nemi 5.034.000 kr.
10.Ráðstefna - NPA
Málsnúmer 1309097Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar auglýsing um ráðstefnu um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar þjónustu á Íslandi - Væntingar og veruleika. Ráðstefnan fer fram 2. október 2013 í Salnum í Kópavogi.
Fundi slitið - kl. 10:42.