Fara í efni

Breyting á lóðaleigu

Málsnúmer 1305298

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2012. fundur - 19.12.2012

Samþykkt að samræma lóðaleigu á lóðum í eigu Menningarseturins til samræmis við lóðaleigu í Sveitarfélaginu Skagafirði. Allnokkur munur er þar á vegna mismunandi forsenda í útreikningum. Samþykkt að aðlaga leigu á íbúðarhúsalóðum í þremur áföngum.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 22.07.2013

Formaður kynnti bréf þar sem fjallað er um að samræma lóðaleigu á lóðum í eigu Menningarsetursins til samræmis við lóðaleigu hja sveitarfélaginu samanber fundargerð frá 19. des. 2012 tölulið 4. Bréfið verður sent þeim sem eru með lóðir á leigu í eigu Menningarsetursins.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 12.12.2013

Stjórninni hefur borist undirskriftalisti frá 26 lóðaeigendum í Varmahlíð (og tveimur að auki) sem mótmæla hækkun á lóðaleigu sem lögð var til á 2. fundi Menningarsetursins 19. desember 2012 (liður 4)
Stjórnin stendur við fyrri ákvörðun um samræmingu lóðaleigu í Varmahlíð.