Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
Skráð af Helgu S. Bergsdóttur eftir fundargerðarbók Menningarseturs Skagafirðinga í Varmahlíð.
1.Styrkbeiðni - Þú sem eldinn átt í hjarta.
Málsnúmer 1510199Vakta málsnúmer
Borist hefur styrkbeiðni vegna tónleika sem bera yfirskriftina " Þú sem eldinn átt í hjarta" og verða haldnir í Miðgarði milli jóla og áramóta. Skagfirskir tónlistarmenn flytja tónverk skagfirskra höfunda. Beðið er um styrk að upphæð 150.000 kr.
Samþykkt að verað við erindinu og veita 150.000 kr.
Samþykkt að verað við erindinu og veita 150.000 kr.
2.Kammerkór Skagafjarðar - styrkbeiðni.
Málsnúmer 1510201Vakta málsnúmer
Beiðni frá Kammerkór Skagafjarðar um styrk vegna tónleikahalds og starfsemi sem skv. bréfi er fjölbreytt og metnaðarfull. Samþykkt að styrkja kammerkórinn um 300.000 kr.
3.Styrkbeiðni
Málsnúmer 1305293Vakta málsnúmer
Beiðni frá Karlakórnum Heimi, sem þakkar fyrir stuðning, en leitar nú eftir aðstoð vegna Þrettánda og Sæluvikurtónleika 2014 þar sem Garðar Thor Corter og Kristinn Sigmundsson verða gestasöngvarar.
Samþykkt að styrkja karlakórinn um 500.000 kr.
Samþykkt að styrkja karlakórinn um 500.000 kr.
4.Breyting á lóðaleigu
Málsnúmer 1305298Vakta málsnúmer
Stjórninni hefur borist undirskriftalisti frá 26 lóðaeigendum í Varmahlíð (og tveimur að auki) sem mótmæla hækkun á lóðaleigu sem lögð var til á 2. fundi Menningarsetursins 19. desember 2012 (liður 4)
Stjórnin stendur við fyrri ákvörðun um samræmingu lóðaleigu í Varmahlíð.
Stjórnin stendur við fyrri ákvörðun um samræmingu lóðaleigu í Varmahlíð.
5.Stígar og upplýsingaskilti
Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer
Samþykkt að halda áfram með stíga- og skiltagerð í tengslum við gömlu þvottalaugarnar og umhverfi. Einnig að hvetja hlutaðeigandi aðila til að grisja topp Reykjarhólsins svo ekki skyggi á útsýni.
Fundi slitið - kl. 18:30.