Fara í efni

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - upplýsingaöflun

Málsnúmer 1310265

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 641. fundur - 31.10.2013

Lagt fram bréf dagsett 23. október 2013 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Annars vegar er greint frá fjárhagslegum viðmiðum EFS, sem nefndin hefur til hliðsjónar vegnar yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga og hins vegar að óska eftir upplýsingum frá öllum sveitarstjórnum með hvaða hætti þær hagi fjármálastjórn síns sveitarfélags og eftirliti með því frá mánuði til mánaðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að gera drög að greinargerð til eftirlitsnefndarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 641. fundar byggðaráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 646. fundur - 09.12.2013

Málið áður á dagskrá 641. fundi byggðarráðs. Lögð fram drög að svarbréfi sveitarstjóra til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við bréf sveitarstjóra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Afgreiðsla 646. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.