Fara í efni

Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014

Málsnúmer 1311054

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 91. fundur - 13.11.2013

Formaður kynnti ramma fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 04. Starfsmönnum falið að vinna áfram að tillögum að skiptingu á milli stofnana fræðslusviðs og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 91. fundar fræðslunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 23. fundur - 29.11.2013

Farið yfir fjárhagsáætlanir fyrir Varmahlíðarskóla, Birkilund og íþróttamiðstöð fyrir árið 2014. Samstarfsnefnd samþykkir fjárhagsáætlanir ársins 2014 fyrir sitt leyti.

Steinunn R. Arnljótsdóttir vék af fundi.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 92. fundur - 02.12.2013

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Fræðslunefnd samþykkir framlagða áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Afgreiðsla 92. fundar fræðslunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.