Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

23. fundur 29. nóvember 2013 kl. 14:00 - 18:25 í Varmahlíðarskóla
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
  • Álfheiður F Friðbjarnardóttir skólastjóri
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir leikskólastjóri
Starfsmenn
  • Agnar Halldór Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri Sv. Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar skoðuðu fundarmenn íþróttamiðstöð og skólahúsnæði ásamt starfsmönnum eignasjóðs Guðmundi Þór Guðmundssyni og Indriða Þór Einarssyni.

Undir fyrsta lið sátu Indriði Þór Einarsson og Guðmundur Þór Guðmundsson vegna leikskólamála.

Undir öðrum lið kom Dagný Stefánsdóttir inn á fund fyrir hönd foreldrafélags Birkilundar.

1.Birkilundur húsnæðismál

Málsnúmer 1310198Vakta málsnúmer

Húsnæðismál leikskólans við Birkilund voru rædd. Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps samþykkir að stefnt skuli að því að flytja starfsemi leikskólans Birkilundar í húsnæði Varmahlíðarskóla. Fullnaðarteikningar verði unnar svo fljótt sem verða má. Um leið og teikningar verða tilbúnar verður haldinn kynningarfundur um málið.

2.Birkilundur - biðlisti

Málsnúmer 1306041Vakta málsnúmer

Biðlisti við leikskólann Birkilund ræddur.

3.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

Málsnúmer 1311054Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlanir fyrir Varmahlíðarskóla, Birkilund og íþróttamiðstöð fyrir árið 2014. Samstarfsnefnd samþykkir fjárhagsáætlanir ársins 2014 fyrir sitt leyti.

Steinunn R. Arnljótsdóttir vék af fundi.

4.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Farið yfir áætlaðar fjárfestingar og viðhald fyrir Birkilund, Varmahliðarskóla og íþróttamiðstöð fyrir árið 2014.

Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir vék af fundi.

5.Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga 4. útg.

Málsnúmer 1310344Vakta málsnúmer

Lögð fram ný stofnskrá fyrir Byggðasafn Skagfirðinga 4.útg. Samstarfsnefnd samþykkir stofnskrána fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:25.