Fara í efni

Tillaga um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Líndals

Málsnúmer 1404085

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.

Tillaga um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að lagt verði mat á framkvæmd hagræðingartillagna sem farið var í, í framhaldi af úttekt Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins árið 2012, ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki var farið í. Jafnframt verði lagt mat á áhrif þeirra tillagna sem ráðist var í, á þjónustu sveitarfélagsins.

Greinargerð.
Að beiðni sveitarstjóra í framhaldi af ákvörðun Sveitarstjórnar, tók Haraldur Líndal að sér að gera úttekt á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, þannig að reksturinn skili meiri framlegð til að standa undir afborgunum lána og nýjum framkvæmdum. Skýrslan sem er upp á 161 blaðsíðu sýnir 95 tillögur og er það mat skýrsluhöfundar að möguleikarnir eru margir til að bæta rekstrarafkomuna, einnig kemur fram að engar af tillögunum ganga lengra en mörg sveitarfélög hafa verið að framkvæma að undanskilinni einni tillögu. Einnig kemur fram að tillögurnar eiga ekki að skerða þjónustu sveitarfélagsins á nokkurn hátt. Mikilvægt er í framhaldi af kostnaðarsamri úttekt sem talin var mikilvæg á sínum tíma að sveitarstjórn ákveði að leggja mat á hvernig sveitarstjórn, nefndir og ráð hafa unnið með þær tillögur sem lagðar voru fram og hverju þær hafa skilað ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki hefur verið unnið með.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að tillögunni yrði vísað til byggðarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu, ásamt því að kynna eftirfarandi bókun.

Í ljósi þess að margt er óljóst um framkvæmd þeirrar úttektar sem fulltrúi samfylkingarinnar óskar eftir að farið verði í og að byggðarráð sveitarfélagsins hefur haldið á þessu máli og meðal annars farið nokkrum sinnum yfir stöðu aðgerðanna er það lagt til að málið verði sent byggðarráði til umfjöllunar og afgreiðslu. Eðlilegt er að byggðarráð fari reglulega yfir stöðu hagræðingaaðgerðanna en er það mat undirritaðra að þær hagræðinaraðgerðir sem farið var í í kjölfar rekstrarúttektarinnar, og sveitarstjórn stóð einhuga að, voru undirstaðan í þeim gríðarlega viðsnúningi sem verið hefur í rekstri sveitarfélagsins. Allt stefnir í að sá ársreikningur sem kynntur verður á næstu dögum sýni bestu rekstrarniðurstöðu í sögu sveitarfélagsins Skagafjarðar og 600 milljóna viðsnúning frá árinu 2011. Slíku ber að fagna. Halda þarf áfram á sömu braut.

Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, Sigríður Svavarsdóttir og Jón Magnússon.

Sigurjón Þórðarson tók til máls, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarki Tryggvason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Tillaga um að vísa tillögu um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðarráð borin undir atkvæði.

Samþykkt með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá og leggja fram eftirfarandi bókun.

Eðlilegt er að afgreiða tillöguna á fundi sveitarstjórnar sem fer með ákvörðunarvald sveitarfélagins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 659. fundur - 28.04.2014

Lögð fram eftirfarandi tillaga Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur fulltrúa Samfylkingar og Sigurjóns Þórðarsonar fulltrúa Frjálslyndra og óháðra, sem vísað var til byggðarráðs frá 313. fundi sveitarstjórnar.
Tillaga um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að lagt verði mat á framkvæmd hagræðingartillagna sem farið var í, í framhaldi af úttekt Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins árið 2012, ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki var farið í. Jafnframt verði lagt mat á áhrif þeirra tillagna sem ráðist var í, á þjónustu sveitarfélagsins.

Greinargerð.
Að beiðni sveitarstjóra í framhaldi af ákvörðun sveitarstjórnar, tók Haraldur Líndal að sér að gera úttekt á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, þannig að reksturinn skili meiri framlegð til að standa undir afborgunum lána og nýjum framkvæmdum. Skýrslan sem er upp á 161 blaðsíðu sýnir 95 tillögur og er það mat skýrsluhöfundar að möguleikarnir eru margir til að bæta rekstrarafkomuna, einnig kemur fram að engar af tillögunum ganga lengra en mörg sveitarfélög hafa verið að framkvæma að undanskilinni einni tillögu. Einnig kemur fram að tillögurnar eiga ekki að skerða þjónustu sveitarfélagsins á nokkurn hátt. Mikilvægt er í framhaldi af kostnaðarsamri úttekt sem talin var mikilvæg á sínum tíma að sveitarstjórn ákveði að leggja mat á hvernig sveitarstjórn, nefndir og ráð hafa unnið með þær tillögur sem lagðar voru fram og hverju þær hafa skilað ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki hefur verið unnið með.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum.

Byggðarráð samþykkir að hefja vinnu við að leggja mat á framkvæmd tillagna Haralds L. Haraldssonar. Í því skyni verða tillögurnar teknar til umfjöllunar í byggðarráði með sveitarstjóra og sviðsstjórum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 659. fundar byggðaráðs staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.