Fara í efni

Brothættar byggðir

Málsnúmer 1405059

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 12.05.2014

Kynnt verkefnið "Brothættar byggðir" sem hefur að markmiði m.a. að leiða fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Samþykkt að fela Sigfúsi Inga að ganga frá umsókn í verkefnið vegna Hofsóss og óska eftir samstarfi við landshlutasamtökin SSNV vegna þess.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 316. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 12. fundur - 15.10.2014

Kynntur fundur sem haldinn verður þriðjudaginn 21. október nk. um verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun stendur að.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 22. fundur - 28.08.2015

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 12. maí 2014 var kynnt verkefnið "Brothættar byggðir" sem stýrt er af Byggðastofnun. Hefur verkefnið m.a. það að markmiði að leiða fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Var samþykkt á fundinum að fela starfsmanni nefndarinnar að ganga frá umsókn í verkefnið vegna Hofsóss og óska eftir samstarfi við landshlutasamtökin SSNV vegna þess.

Var slík umsókn send til Byggðastofnunar 14. maí 2014.

Á fundi atvinnu-, kynningar- og menningarnefndar 15. október 2014 var kynntur fyrirhugaður fundur sem Byggðastofnun stóð að um verkefnið 21. október. Á þann fund mættu fulltrúar allra flokka í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á fundinum komu fram góð orð fulltrúa Byggðastofnunar í garð umsóknar sveitarfélagsins og einnig það að allar umsóknir myndu verða teknar inn í verkefnið en fjárveitingar til þess myndu hafa um það að segja hvenær verkefnin kæmust inn.

Þann 26. júní 2015 barst svo svarbréf frá Byggðastofnun við umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þar kom fram að á stjórnarfundi stofnunarinnar hefði verið samþykkt að taka inn þrjú ný byggðarlög á Norðurlandi eystra inn í verkefnið því það væri mat stofnunarinnar að þörfin fyrir verkefnið væri brýnust í þessum byggðarlögum út frá þeim mælikvörðum sem unnið hefur verið að til að meta stöðu byggðarlaga á sem hlutlægastan hátt. Jafnframt kom fram í svarbréfinu að ekki væri unnt að gefa loforð um að hægt væri að taka fleiri byggðarlög inn í verkefnið að svo stöddu. Framhaldið yrði metið þegar liði á árið 2016 og færi þá eftir því hvort viðbótarfjármagn yrði tryggt til verkefnisins. Þegar grennslast var fyrir um röðun byggðarlaga út frá mælikvörðum Byggðastofnunar kom í ljós að Hofsós lenti í tíunda sæti af tólf byggðarlögum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir vonbrigðum með naumt skammtaðar fjárveitingar sem veittar eru til verkefnisins Brothættar byggðir og óskar eftir að stjórn Byggðastofnunar beiti sér með Sveitarfélaginu Skagafirði í því að auknum fjármunum verði varið til þessa brýna verkefnis svo unnt verði að taka Hofsós og fleiri byggðarlög þar inn. Stjórnvöldum og stofnuninni ber að leita allra úrræða til að vinna með heimamönnum að því að styrkja byggð á Hofsósi og öðrum byggðarlögum sem hafa átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Umrædd afgreiðsla Byggðastofnunar er enn eitt dæmið um það hversu Norðurland vestra er sniðgengið í fjárveitingum hins opinbera.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar eftir að fulltrúi Byggðastofnunar mæti til fundar nefndarinnar og felur starfsmönnum að leita eftir fundartíma þar að lútandi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að sveitarstjórn ítreki og geri bókun frá 22. fundi atvinnu- menningar- og kynningarnefndar að sinni. Það var samþykkt samhljóða og fer bókunin hér á eftir.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með naumt skammtaðar fjárveitingar sem veittar eru til verkefnisins Brothættar byggðir og óskar eftir að stjórn Byggðastofnunar beiti sér með Sveitarfélaginu Skagafirði í því að auknum fjármunum verði varið til þessa brýna verkefnis svo unnt verði að taka Hofsós og fleiri byggðarlög þar inn. Stjórnvöldum og stofnuninni ber að leita allra úrræða til að vinna með heimamönnum að því að styrkja byggð á Hofsósi og öðrum byggðarlögum sem hafa átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Umrædd afgreiðsla Byggðastofnunar er enn eitt dæmið um það hversu Norðurland vestra er sniðgengið í fjárveitingum hins opinbera."

Afgreiðsla 22. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september með átta atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 24. fundur - 21.09.2015

Fulltrúar frá Byggðastofnun, Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Snorri Björn Sigurðsson, komu til fundar við nefndina. Þau kynntu verkefnið Brothættar byggðir og þá mælikvarða sem liggja til grundvallar úttektar á byggðum sem sóttu um í verkefnið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Afgreiðsla 24. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október með níu atkvæðum.