Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

24. fundur 21. september 2015 kl. 08:15 - 10:16 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Laufey Kristín Skúladóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Úttekt á búsetuskilyrðum

Málsnúmer 1504206Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilnefningar framboðanna í vinnuhópa sem hafa það hlutverk að vinna úr tillögum sem komu fram í skýrslu Capacent um búsetuskilyrði í Skagafirði. Tilnefningarnar eru eftirfarandi og munu starfsmenn sveítarfélagsins kalla hópana saman:

Hópur 1: Mótun stefnu og framtíðarsýnar um byggð og atvinnu:
D: Bryndís Hallsdóttir
B: Viggó Jónsson
V: Einar Þorvaldsson
K: Hanna Þrúður Þórðardóttir
Starfsmaður: Laufey Kristín Skúladóttir

Hópur 2: Stofnun fjárfestingasjóðs fyrir Skagafjörð:
D: Ásmundur Pálmason
B: Bjarki Tryggvason
V: Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir
K: Sigurjón Þórðarson
Starfsmaður: Margeir Friðriksson

Hópur 3: Styrkingu þjónustu í Skagafirði:
D: Haraldur Þór Jóhannsesson
B: Sigríður Magnúsdóttir
V: Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
K: Jón G Jóhannesson
Starfsmaður: Herdís Sæmundardóttir

Hópur 4: Styrkingu ímyndar Skagafjarðar:
D: Gísli Sigurðsson
B: Hrund Pétursdóttir
V: Lilja Gunnlaugsdóttir
K: Helgi Thorarensen
Starfsmaður: Ásta Pálmadóttir

Hópur 5: Uppbyggingu, skipulag og þróun ferðaþjónustu:
D: Guðný Axelsdóttir
B: Þórdís Friðbjörnsdóttir
V: Björg Baldursdóttir
K: Guðrún Helgadóttir
Starfsmaður: Árni Egilsson

Hópunum er ætlað að skila tillögum sínum fyrir 15. október 2015 til nefndarinnar.

2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2015-2016

Málsnúmer 1509089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 og skal umsókn send fyrir 1. október nk. Nefndin felur starfsmönnum hennar að senda inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Nefndin vill hnykkja á því í umsókninni að lögð verði sérstök áhersla á að tekið verði tillit til erfiðrar stöðu Hofsóss og skerðinga liðinna ára þegar byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs verður úthlutað.

3.Styrkbeiðni - 23 Frames

Málsnúmer 1509188Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Guðfinni Ými Harðarsyni vegna kvikmyndarinnar 23 Frames. Nefndin synjar erindinu en óskar kvikmyndagerðarfólkinu velfarnaðar í störfum sínum.

4.Brothættar byggðir

Málsnúmer 1405059Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Byggðastofnun, Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Snorri Björn Sigurðsson, komu til fundar við nefndina. Þau kynntu verkefnið Brothættar byggðir og þá mælikvarða sem liggja til grundvallar úttektar á byggðum sem sóttu um í verkefnið.

Fundi slitið - kl. 10:16.