Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Tónlistarhátíðin Gæran 2014
Málsnúmer 1405058Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn um styrk frá forsvarsmönnum tónlistarhátíðarinnar Gærunnar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar þessu ágæta framtaki og hvetur aðstandendur hátíðarinnar til að halda áfram uppbyggingu og þróun hátíðarinnar. Nefndin samþykkir að veita kr. 250.000,- til hátíðarinnar og beinir því til starfsmanna nefndarinnar að aðstoða eftir föngum við undirbúning hennar.
2.Lummudagar 2014
Málsnúmer 1405073Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn um stuðning vegna héraðshátíðarinnar Lummudaga 2014. Samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 150.000,- Viggó Jónsson vék af fundi undir þessum lið.
3.Vísanir í skagfirska listamenn
Málsnúmer 1312241Vakta málsnúmer
Unnar Ingvarsson, héraðsskjalavörður, kom til fundar nefndarinnar og kynnti hugmyndir að Hannesarspori og tengingu þess við kynningu á skagfirskum listamönnum. Samþykkt að vinna áfram að málinu í samráði við skipulags- og byggingarnefnd og héraðsskjalavörð.
4.Safnapassi
Málsnúmer 1401187Vakta málsnúmer
Ræddar hugmyndir um sérstakan safna- eða gestapassa fyrir söfn og sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt að fela Sigfúsi Inga að vinna að nánari útfærslu í samráði við forstöðumenn safna og sundlauga og koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar.
5.Samningar við björgunarsveitir í Skagafirði
Málsnúmer 1405072Vakta málsnúmer
Kynnt drög að þjónustusamningi við Skagfirðingasveit og hugmyndir að sambærilegum samningum við aðrar björgunarsveitir í Skagafirði. Sigfúsi Inga falið að vinna áfram að málinu á þessum grunni.
6.Brothættar byggðir
Málsnúmer 1405059Vakta málsnúmer
Kynnt verkefnið "Brothættar byggðir" sem hefur að markmiði m.a. að leiða fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Samþykkt að fela Sigfúsi Inga að ganga frá umsókn í verkefnið vegna Hofsóss og óska eftir samstarfi við landshlutasamtökin SSNV vegna þess.
Fundi slitið - kl. 11:47.