Fara í efni

Samþykkt um byggingarnefnd

Málsnúmer 1406016

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 684. fundur - 22.01.2015

Lögð fram tillaga að breyta samþykktum sveitarfélagsins, 47. grein lið 4 um skipulags- og byggingarnefnd.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson fulltrúi V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Ásta Björg Pálmdóttir sveitarstjóri, tóku til máls. Afgreiðsla 684. fundar byggðaráðs staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 693. fundur - 16.04.2015

Lögð fram tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið.

Lögð er til eftirfarandi tillaga,
4.1. Skipulags- og byggingarnefnd:
Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara. Byggingafulltrúi veitir byggingaleyfi í samræmi við 9.gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.grein skipulagslaga nr. 123/2010. Telji byggingarfulltrúi að erindi sé bersýnilega í ósamræmi við skipulagsáætlandir, skipulagsskilmála og/eða byggingareglugerð eða óvissu ríkja um hvort uppfyllt sé ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann vísa málinu til afgreiðlsu skipulags- og bygginganefndar, sem fjallar þá um byggingaáformin í samræmi við 11.grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarnefnd annast störf sem 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. Einnig skipulag hafnarsvæða að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar og umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.

Byggðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 14 "Samþykkt um byggingarnefnd." Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Þannig bókað á 693. fundi byggðarráðs 16. apríl 2015 og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

"Lögð fram tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið.

Lögð er til eftirfarandi tillaga,
4.1. Skipulags- og byggingarnefnd:
Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara. Byggingafulltrúi veitir byggingaleyfi í samræmi við 9.gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.grein skipulagslaga nr. 123/2010. Telji byggingarfulltrúi að erindi sé bersýnilega í ósamræmi við skipulagsáætlandir, skipulagsskilmála og/eða byggingareglugerð eða óvissu ríkja um hvort uppfyllt sé ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann vísa málinu til afgreiðlsu skipulags- og bygginganefndar, sem fjallar þá um byggingaáformin í samræmi við 11.grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarnefnd annast störf sem 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. Einnig skipulag hafnarsvæða að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar og umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.

Byggðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Vísað til síðari umræðu frá 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015

"Lögð fram tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið.

Lögð er til eftirfarandi tillaga,4.1.
Skipulags- og byggingarnefnd: Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.

Byggingafulltrúi veitir byggingaleyfi í samræmi við 9.gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Telji byggingarfulltrúi að erindi sé bersýnilega í ósamræmi við skipulagsáætlandir, skipulagsskilmála og/eða byggingareglugerð eða óvissu ríkja um hvort uppfyllt sé ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann vísa málinu til afgreiðlsu skipulags- og bygginganefndar, sem fjallar þá um byggingaáformin í samræmi við 11.grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd annast störf sem 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. Einnig skipulag hafnarsvæða að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar og umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum."

Tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.