Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

693. fundur 16. apríl 2015 kl. 09:00 - 11:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Styrkur vegna krabbameinsleitar - Kiwanisklúbburinn Drangey

Málsnúmer 1503101Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey þar sem óskað er eftir fimm ára fjárhagslegum stuðningi við forvarnarverkefni klúbbsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Ólafur Jónsson fulltrúi klúbbsins kom á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð samþykkir að veita kr. 200.000 á ári til verkefnisins næstu fimm ár. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Kiwanisklúbbinn.

2.Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2014

Málsnúmer 1504113Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2014. Kristján Jónasson lögg.endurkoðandi hjá KPMG hf., fór yfir og kynnti reikninginn. Ársreikningnum visað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2015 - Safnahús Skagfirðinga

Málsnúmer 1504116Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2015. Lagt er til að fjárfestingaliður eignasjóðs hækki um átta milljónir króna og hækkuninni mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.

4.Fjármögnun á brýnum lagfæringum á sal Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1504108Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði, varðandi ósk um að gerðar verði lagfæringar á sal Héraðsbókasafns Skagfirðinga í tengslum við þær framkvæmdir sem nú standa yfir við Safnahúsið. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að lagfæringarnar kosti átta milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framangreint erindi.

5.Samþykkt um bygginganefnd

Málsnúmer 1406016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið.

Lögð er til eftirfarandi tillaga,
4.1. Skipulags- og byggingarnefnd:
Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara. Byggingafulltrúi veitir byggingaleyfi í samræmi við 9.gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.grein skipulagslaga nr. 123/2010. Telji byggingarfulltrúi að erindi sé bersýnilega í ósamræmi við skipulagsáætlandir, skipulagsskilmála og/eða byggingareglugerð eða óvissu ríkja um hvort uppfyllt sé ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann vísa málinu til afgreiðlsu skipulags- og bygginganefndar, sem fjallar þá um byggingaáformin í samræmi við 11.grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarnefnd annast störf sem 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. Einnig skipulag hafnarsvæða að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar og umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum.

Byggðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

6.Yfirlit frá Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1504089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit frá Brussel-skrifsstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

7.Kynning - ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf

Málsnúmer 1504048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík ehf.

8.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 31. mars 2015 lögð fram til kynningar á 693. fundi byggðarráðs 16. apríl 2015

Fundi slitið - kl. 11:50.