Fara í efni

Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna

Málsnúmer 1406238

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 102. fundur - 29.09.2014

Sveitarstjóri, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar og sviðsstjóri sátu haustfund Hafnasambands Íslands 4. og 5. september sl. í Fjalla- og Dalvíkurbyggð.
Þar var m.a. fjallað um skýrsluna "Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna" en þar kemur m.a. fram "að beint framlag íslenskra hafna er um 0,3% af landsframleiðslu en aftur á móti er óbeina framlag hafnanna mun meira eða rúmlega 28%. Mikilvægi íslenskra hafna fyrir íslenskt samfélag er því óumdeilt þó svo að deila megi um mikilvægi hverrar hafnar fyrir sig."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 102. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.