Grófargil 146035. Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1410163
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
"Sigurjón Þórðarson fulltrúi K - listans, kvaddi sér hljóðs og lagði til að afgreiðslu málsins verði frestað og gengið verði til samninga við ábúendur á Grófargili um kaup á umræddu landi og tryggja með því óskipt hitaveituréttindi fyrir Skagafjarðarveitur.
Ganga má að því sem vísu að hægt sé að ná sanngjarni niðurstöðu í málið ef forráðmenn sveitarfélagsins sýna því á annað borð áhuga.?
Hildur Þóra Magnúsdóttir tók til máls og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi V-lista vill koma því á framfæri að fyrir tilstilli formanns skipulags- og byggingarnefndar hafi hún ekki fengið að bera upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa liðar dagskrár. Er þess vænst að í framtíðinni verði gætt að fundarsköpum og samþykktum þannig að slíkt endurtaki sig ekki hjá nefndinni."
Jafnframt ítrekar Hildur Þóra bókun sína frá fundi skipulags- og byggingarnefndar:
"Samþykkt var samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 12. febrúar sl. að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að skýra lögformlega stöðu sveitarfélagsins. Var það gert af gefnu tilefni. Á þeim hluta jarðarinnar Grófargils sem nú er til umfjöllunar er jarðhiti til staðar og fyrirliggjandi uppdráttur sem fylgir beiðni um landskiptin og lega þess skika sem skipta á út, sýnir augljósan tilgang um nýtingu þeirra hitaveituréttinda sem landinu fylgja. Fulltrúi VG og óháðra leggur því til að málinu verði frestað þar til lögfræðiálit það sem áður er vísað til liggur fyrir."
Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.
Viggó Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er dapurlegt að fulltrú VG Hildur Þóra Magnúsdóttir fari með rangt mál en hvorki á þessum fundi né öðrum hefur fulltrúum verið bannað að leggja fram tillögur enda með málfrelsi og tillögurétt.
Hildur Þóra Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
"Hér er klárlega verið að notfæra sér vanþekkingu nýs nefndarmanns á fundarsköpum og til viðbótar við það, væna hann um óheiðarleika hér. Þetta þykir mér mjög miður."
Viggó Jónsson tók til máls óskar bókað; "Ég hafna þessu alfarið."
Tillaga Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði. Tillagan var felld með sjö atkvæðum gegn tveimur.
Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.
Ganga má að því sem vísu að hægt sé að ná sanngjarni niðurstöðu í málið ef forráðmenn sveitarfélagsins sýna því á annað borð áhuga.?
Hildur Þóra Magnúsdóttir tók til máls og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi V-lista vill koma því á framfæri að fyrir tilstilli formanns skipulags- og byggingarnefndar hafi hún ekki fengið að bera upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa liðar dagskrár. Er þess vænst að í framtíðinni verði gætt að fundarsköpum og samþykktum þannig að slíkt endurtaki sig ekki hjá nefndinni."
Jafnframt ítrekar Hildur Þóra bókun sína frá fundi skipulags- og byggingarnefndar:
"Samþykkt var samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 12. febrúar sl. að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að skýra lögformlega stöðu sveitarfélagsins. Var það gert af gefnu tilefni. Á þeim hluta jarðarinnar Grófargils sem nú er til umfjöllunar er jarðhiti til staðar og fyrirliggjandi uppdráttur sem fylgir beiðni um landskiptin og lega þess skika sem skipta á út, sýnir augljósan tilgang um nýtingu þeirra hitaveituréttinda sem landinu fylgja. Fulltrúi VG og óháðra leggur því til að málinu verði frestað þar til lögfræðiálit það sem áður er vísað til liggur fyrir."
Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.
Viggó Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er dapurlegt að fulltrú VG Hildur Þóra Magnúsdóttir fari með rangt mál en hvorki á þessum fundi né öðrum hefur fulltrúum verið bannað að leggja fram tillögur enda með málfrelsi og tillögurétt.
Hildur Þóra Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
"Hér er klárlega verið að notfæra sér vanþekkingu nýs nefndarmanns á fundarsköpum og til viðbótar við það, væna hann um óheiðarleika hér. Þetta þykir mér mjög miður."
Viggó Jónsson tók til máls óskar bókað; "Ég hafna þessu alfarið."
Tillaga Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði. Tillagan var felld með sjö atkvæðum gegn tveimur.
Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.
Hildur Þóra greiðir atkvæði gegn afgreiðslu meirihluta nefndarinnar og leggur fram eftirfarandi bókun.
Samþykkt var samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 12. febrúar sl. að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að skýra lögformlega stöðu sveitarfélagsins. Var það gert af gefnu tilefni.
Á þeim hluta jarðarinnar Grófargils sem nú er til umfjöllunar er jarðhiti til staðar og fyrirliggjandi uppdráttur sem fylgir beiðni um landskiptin og lega þess skika sem skipta á út, sýnir augljósan tilgang um nýtingu þeirra hitaveituréttinda sem landinu fylgja. Fulltrúi VG og óháðra leggur því til að málinu verði frestað þar til lögfræðiálit það sem áður er vísað til liggur fyrir.
Fulltrúar meirihlutans telja að eigandi jarðarinnar sé í fullum rétti til að skipta landi sínu eins og aðrir landeigendur. Hvað landeigandi ætlar sér að gera með þann landskika liggur ekki fyrir og er að okkar mati annað mál og ekki næg ástæða til að hafna þessum skiptum. Við teljum mikilvægt að lögfræðilegri úttekt sem samþykkt var af sveitarstjórn 12 febrúar 2014 verði hraðað.