Fara í efni

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2015.

Málsnúmer 1411171

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 106. fundur - 19.11.2014

Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá vegna hunda og kattahalds fyrir árið 2015;
1. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir hund verði hækkað í 10.000 kr á ári.
2. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir kött verði hækkað í 7.000 kr á ári.
4. grein: Handsömunargjald verði 10.000 kr í fyrsta skipti og hækkar eftir það í 20.000 kr. Óskráðir hundar og kettir skulu ekki afhentir eigendum sínum fyrr en að lokinni skráningu.
Bætt verði við nýrri 5. grein:
"Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Sveitarfélaginu Skagafirði lækka gjöldin skv. 1. gr. gjaldskrár þessarar um 30%.
Skilgreiningar á því að leitarhundur sé undanþeginn leyfisgjaldi er að viðkomandi hundur hafi að minnsta kosti B viðurkenningu útgefna af viðurkenndum leiðbeinanda og skal ljósrit af viðurkenningu afhendast við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari."
5. grein verður 6. grein.
6. grein verður 7. grein.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 106. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 680. fundur - 27.11.2014

Erindinu vísað frá 106. fundi umhverfis- og samgöngunefndar til byggðarráðs.
Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði.
1. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir hund verði hækkað í 10.000 kr. á ári.
2. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir kött verði hækkað í 7.000 kr. á ári.
4. grein: Handsömunargjald verði 10.000 kr. í fyrsta skipti og hækkar eftir það í 20.000 kr. Óskráðir hundar og kettir skulu ekki afhentir eigendum sínum fyrr en að lokinni skráningu.
Bætt verði við nýrri 5. grein:
"Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Sveitarfélaginu Skagafirði lækka gjöldin skv. 1. gr. gjaldskrár þessarar um 30%.
Skilgreining á því að leitarhundur sé undanþeginn leyfisgjaldi er að viðkomandi hundur hafi að minnsta kosti B viðurkenningu útgefna af viðurkenndum leiðbeinanda og skal ljósrit af viðurkenningu afhendast við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari."
5. grein verður 6. grein.
6. grein verður 7. grein.

Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar á gjaldskránni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar á dagskrá, Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2015.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Vísað frá 680. fundi byggðarráðs frá 27. nóvember 2014 til samþykktar í sveitarstjórn.

"Erindinu vísað frá 106. fundi umhverfis- og samgöngunefndar til byggðarráðs.
Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði.
1. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir hund verði hækkað í 10.000 kr. á ári.
2. grein: Árlegt leyfisgjald fyrir kött verði hækkað í 7.000 kr. á ári.
4. grein: Handsömunargjald verði 10.000 kr. í fyrsta skipti og hækkar eftir það í 20.000 kr. Óskráðir hundar og kettir skulu ekki afhentir eigendum sínum fyrr en að lokinni skráningu.
Bætt verði við nýrri 5. grein:
"Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Sveitarfélaginu Skagafirði lækka gjöldin skv. 1. gr. gjaldskrár þessarar um 30%.
Skilgreining á því að leitarhundur sé undanþeginn leyfisgjaldi er að viðkomandi hundur hafi að minnsta kosti B viðurkenningu útgefna af viðurkenndum leiðbeinanda og skal ljósrit af viðurkenningu afhendast við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari."
5. grein verður 6. grein.
6. grein verður 7. grein.

Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar á gjaldskránni."

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2015 borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014.