Gámastöðvar í dreifbýli - úrbætur 2015
Málsnúmer 1503180
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 108. fundur - 24.03.2015
Farið var almennt yfir stöðu mála varðandi gámasvæði í dreifbýli. Ákveðið var að vinna að hönnun á endurbættum gámasvæðum og leggja fyrir næsta fund.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Afgreiðsla 108. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 112. fundur - 21.08.2015
Lögð voru fram til kynningar drög af teikningum af afgirtum gámasvæðum.
Nefndin leggur til að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir afgirt gámasvæði í Varmahlíð og á Hofsósi fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.
Nefndin leggur til að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir afgirt gámasvæði í Varmahlíð og á Hofsósi fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 112. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 121. fundur - 12.09.2016
Hafin er undirbúningsvinna vegna hönnunar á gámasvæði í Varmahlíð.
Hönnunardrög verða lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.
Hönnunardrög verða lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 129. fundur - 23.06.2017
Unnið er að hönnun gámastöðvar við Varmahlíð og stefnt er á að bjóða framkvæmdina út í haust.