Endurheimting votlendis við Hofsós
Málsnúmer 1506032
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Afgreiðsla 180. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 117. fundur - 29.01.2016
Lagt fram bréf frá Björgvin Guðmundssyni dagsett 20. maí 2015 þar sem leggur til að landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að mokað verði ofan í skurði í svonefndum flóa norðan við Hofsós til að endurheimta votlendi og byggja upp fuglalíf.
Landbúnaðarnefnd vísaði erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar á fundi sínum þann 20.11.2015.
Nefndin þakkar erindið og felur sviðstjóra að kanna eignarhald á landinu áður en erindið er afgreitt.
Landbúnaðarnefnd vísaði erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar á fundi sínum þann 20.11.2015.
Nefndin þakkar erindið og felur sviðstjóra að kanna eignarhald á landinu áður en erindið er afgreitt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016
Afgreiðsla 117. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 118. fundur - 31.03.2016
Lagt var fyrir erindi frá Björgvini Guðmundssyni vegna endurheimtingu votlendis í svonefndum flóa norðan við Hofsós.
Erindið var tekið fyrir fund nefndarinnar í janúar sl. og sviðstjóra þá falið að kanna eignarhald á landinu.
Sveitarfélagið Skagafjörður er eigandi umrædds lands.
Formanni og sviðstjóra falið að kanna málið nánar og fá frekari upplýsingar um endurheimt votlendis og áhrifa á umliggjandi landsvæði.
Erindið var tekið fyrir fund nefndarinnar í janúar sl. og sviðstjóra þá falið að kanna eignarhald á landinu.
Sveitarfélagið Skagafjörður er eigandi umrædds lands.
Formanni og sviðstjóra falið að kanna málið nánar og fá frekari upplýsingar um endurheimt votlendis og áhrifa á umliggjandi landsvæði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016
Afgreiðsla 118. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.
Landbúnaðarnefnd þakkar erindið og vísar því til umhverfis- og samgöngunefndar.