Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Fyrsti liður fundar var sameiginlegur með skipulags- og bygginganefnd.
1.Sauðárkrókshöfn - Deiliskipulag 2016
Málsnúmer 1601211Vakta málsnúmer
Farið yfir fyrirliggjandi skipulagstillögur af Sauðárkrókshöfn. Samþykkt að vinna nýtt deiliskipulag af höfninni og sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulags-og byggingarfulltrúa falið að hefja þá vinnu.
2.Beiðni um færslu á bátaafgreiðslu á Hofsósi
Málsnúmer 1601193Vakta málsnúmer
Tekið var fyrir erindi frá N1 vegna bátaafgreiðslu á Norðurgarði á Hofsósi. Í erindinu segir að "ósk um færslu bátaafgreiðslu hefur borist frá viðskiptavinum þar sem núverandi aðstaða er legustæði fyrir báta og því erfitt í sumum tilfellum að ná í olíu."
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra og yfirhafnaverði að vinna að málinu í samráði við N1.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra og yfirhafnaverði að vinna að málinu í samráði við N1.
3.Endurheimting votlendis við Hofsós
Málsnúmer 1506032Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Björgvin Guðmundssyni dagsett 20. maí 2015 þar sem leggur til að landbúnaðarnefnd beiti sér fyrir því að mokað verði ofan í skurði í svonefndum flóa norðan við Hofsós til að endurheimta votlendi og byggja upp fuglalíf.
Landbúnaðarnefnd vísaði erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar á fundi sínum þann 20.11.2015.
Nefndin þakkar erindið og felur sviðstjóra að kanna eignarhald á landinu áður en erindið er afgreitt.
Landbúnaðarnefnd vísaði erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar á fundi sínum þann 20.11.2015.
Nefndin þakkar erindið og felur sviðstjóra að kanna eignarhald á landinu áður en erindið er afgreitt.
4.Dögun ehf - lóð austan athafsnsvæðis Dögunar við Hesteyri
Málsnúmer 1507135Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Dögun ehf. þar sem fyrirtækið sækir formlega um lóð austan athafnasvæðis félagsins.
Nefndin tekur jákvætt í umsóknina og felur sviðstjóra í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa að ganga til viðræðna við Dögun ehf. um lóðina.
Nefndin tekur jákvætt í umsóknina og felur sviðstjóra í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa að ganga til viðræðna við Dögun ehf. um lóðina.
5.Skjólgarður fyrir smábátahöfn
Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer
Tilboð í skjólgarð við smábátahöfn á Sauðárkróki voru opnuð 12. janúar 2016. kl 14:15 á sameiginlegum símafundi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og Siglingasviði Vegagerðarinnar í Reykjavík.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau svohljóðandi;
Steypustöð Skagafjarðar ehf.
43.967.600.-
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 24.980.680.-
Norðurtak ehf. 27.806.000.-
Kostnaðaráætlun 32.708.300.-
Samið hefur verið við lægstbjóðenda, Vélaþjónustuna Messuholti ehf. vegna verksins.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið og voru þau svohljóðandi;
Steypustöð Skagafjarðar ehf.
43.967.600.-
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 24.980.680.-
Norðurtak ehf. 27.806.000.-
Kostnaðaráætlun 32.708.300.-
Samið hefur verið við lægstbjóðenda, Vélaþjónustuna Messuholti ehf. vegna verksins.
Fundi slitið - kl. 09:40.